Nafnið Qa­sem So­leimani varð á allra vörum eftir að hann var ráðinn af dögum í dróna­á­rás Banda­ríkja­hers á flug­vellinum í Bagdad 3. janúar síðast­liðinn. Hann var talinn einn voldugasti maður Írans á eftir æðsta­klerknum Ali Khamenei.

Dauði hans olli mikilli ólgu í Íran og Írak og hefur haft á­hrif á af­stöðu ýmissa ríkja til Banda­ríkjanna.

Sem hers­höfðingi Quds-sveitanna, Íranska byltingar­varðarins, var So­leimani talinn arki­tekt að út­þenslu og auknum á­hrifum Írans í Mið­austur­löndum. Hann stýrði hernaðar­að­gerðum Írans er­lendis og mótaði stefnu landsins og að­gerðir gagn­vart Írak, Líbanon, Afgan­istan og Gasa­ströndinni. Er hann talinn bera á­byrgð eða hafa stutt við í ára­raðir mörg voða­verk í hinum ýmsu ríkjum.

So­leimani var fæddur árið 1957 inn í fá­tæka bænda­fjöl­skyldu í fjalla­þorpi í austur­hluta Írans. Hann gekk til liðs við byltingar­varð­lið hinnar nýju klerka­stjórnar landsins árið 1970 og komst fljótt til met­orða innan hersins.

Hann vann náið með líbönsku skæru­liða­sam­tökunum Hiz­bollah í stríði Líbanon og Ísraels árið 2006. Í sýr­lensku borgara­styrj­öldinni vann hann náið með hinum ill­ræmda Bashar al-Assad Sýr­lands­for­seta og hafði að­komu að þátt­töku Rússa að stríðinu.

Soleimani var drepinn að fyrirskipan Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Með fram­rás Íslamska ríkisins (ISIS) öfga­sam­taka súnníta, í Sýr­landi og í Írak, jukust á­hrif Írans veru­lega, þar sem sjítar eru ráðandi. So­leimani varð valda­mikill í íröskum stjórn­málum, styrkti íraska fjöl­miðla, lagði línur við stjórnar­myndun Íraks og stóð að baki sprengju­á­rásum á banda­ríska her­menn.

So­leimani var drepinn að fyrir­skipan Donalds Trump Banda­ríkja­for­seta. Trump rétt­lætti drápið og sagði það gert til að koma í veg fyrir stríð. Banda­ríkin skil­greina Quds-sveitirnar sem hryðju­verka­sam­tök.

So­leimani hefur um ára­raðir verið á lista ís­lenskra stjórn­valda yfir þá sem sæta þvingunar­að­gerðum, vegna að­gerða í Íran, Sýr­landi og hryðju­verka­starf­semi af ýmsum toga. Á grund­velli reglu­gerðar ESB nr. 1337 frá 2019 hafa ís­lensk stjórn­völd á­samt öðrum vest­rænum ríkjum, þar með talið Norður­löndum, Banda­ríkjunum, Kanada og Ástralíu, tekið þátt í þvingunar­að­gerðum gegn ýmsum sam­tökum og ein­stak­lingum. Þannig skiluðu voða­verk hers­höfðingjanum á bann­lista á Ís­landi.