Áhafnir Gunnars og Gísla Hjalta unnu þrekvirki í dag þegar tókst að koma bát til hafnar á Ísafirði. Fram kemur í færslu á Facebook-síðu Björgunarfélags Ísafjarðar að hver sekúnda hafi skipt máli.

Sjá einnig: Björgunarskip ræst út vegna strandaðs báts

Báturinn strandaði á Jökulfjörðum, eins og Fréttablaðið greindi frá í dag. Dælur höfðu ekki undan að dæla sjó úr bátnum á heimleiðinni. Báturinn sökk þegar hann lagði að bryggju á Ísafirði. Þaðan var hann hífður á land, eins og sést á myndinni.

„Samvinna viðbragðsaðila er lykillinn af þessari aðgerð og voru vinnubrögð frekar fumlaus þegar komið var til Ísafjarðar,“ segir á síðu björgunarfélagsins.