Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kvaðst ekki geta svarað því hvenær landsmenn gætu byrjað að fara út á lífið á ný.

„Hvenær við fáum að fara á djammið,“ spurði Oddur Ævar Gunnarsson, blaðamaður Fréttablaðsins, á upplýsingarfundi í hádeginu, en ljóst er að margir hafi lengi velt þessu fyrir sér.

„Hver og einn að gera það upp við sig hvenær hann vill fara á djammið og og hvort hann ætlar á djammið,“ benti Þórólfur á.

Framtíðin er björt

„Ég held hins vegar að við þurfum áfram að passa okkur við þurfum að í þessum grundvallaratriðum og þó við séum glöð og ánægð og lítum björtum augum á framtíðina þá megum við ekki láta það glepja okkur sýn.“

Aðeins tvö innanlandssmit greindust í dag og voru bæði í sóttkví. Það séu góðar fréttir en enn geti ástandið breyst á skömmum tíma að mati Þórólfs. „Við þurfum áfram bara að gæta okkar á þessum atriðum sem við erum alltaf að hamra á og ég hef fulla trú á því að við getum alveg ef okkur þrátt fyrir það fara varlega á djamminu.“