Innlent

„Hve­nær kemur stóra slysið og hver lendir í því?“

Íbúar á Vatnsnesi segjast langþreyttir á ástandi á þjóðvegi 711 í sveitinni. Að sögn íbúa er hægt að rekja fjölda bílslysa til vegarins.

Íbúar hafa safnað saman myndum af hinum ýmsu slysum og óhöppum sem orðið hafa í sveitinni síðustu ár. Myndir/Íbúar á Vatnsnesi

Aðstæður við Vatnsnesveg á þjóðvegi 711 valda íbúum á Vatnsnesi kvíða og ótta. Hundruð bíla aka um malarveginn á hverjum degi og segjast íbúar langþreyttir á seinagangi stjórnvalda í viðgerð vegarins. Flestir hafa orðið vitni að slysi, eða lent í slysi. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra fundaði með fólkinu í gær.  

Nær allir íbúar komið að slysi eða lent í slysi

„Nær allir ábúendur á Vatnsnesi hafa hjálpað ökumanni sem hefur lent í óhappi. Nær allir ábúendur hafa horft upp á eða komið að slysi. Alltof margir hafa komið að slysi þar sem fólk er slasað og kalla þurfti eftir sjúkrabíl. Það er ekkert eðlilegt við það ástand og kvíðvænlegt fyrir íbúa að búa við þann ótta að einn daginn þegar þú kemur að bíl utan vegar að einhver sé lífshættulega slasaður eða jafnvel látinn,“ ritar Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, íbúi á svæðinu, á Facebook-síðu sína þar sem hún greinir frá stöðu mála. 

„Viðhaldskostnaður á bílunum okkar er margfaldur miðað við það sem gengur og gerist og það sem verra er að endursöluverð á þeim er svo gott sem ekkert því bílarnir skemmast á stuttum tíma þegar þeim er boðin slík meðferð sem vegurinn býður upp á. Viðgerðarmenn á svæðinu segja að bílarnir okkar komi mun oftar inn á verkstæðið í viðhald sem er langt frá því sem getur talist eðlilegt.“

Sjá einnig: Börnin kvíðin og kasta upp í skóla­akstri 

Á Facebook-síðu sinni birtir Guðrún einnig myndir sem íbúar á Vatnsnesi hafa, ásamt björgunarsveitum, safnað saman síðustu ár frá hinum ýmsu bílslysum og óhöppum sem hafa orðið í sveitinni. Þá gagnrýnir hún að kletturinn Hvítserkur sé notaður í markaðsetningu fyrir Ísland, þegar vegurinn við klettinn er svo slæmur. 

„Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að ef Hvítserkur væri á Suðurlandi þá væri löngu búið að malbika marga hringi í kringum hann. Er í alvörunni forsvarandi að nota Hvítserk í svona markaðstilgangi meðan að vegurinn er ekki betri en raun ber vitni?“

„Skólabíll sem valt útaf veginum árið 2007. Sem betur fer hafði bílstjórinn, sem slapp án alvarlegra áverka, komið öllum börnum til síns heima og var því einn í bílnum á heimleið.“

Börnin kasta upp í skólabílnum

Fréttablaðið greindi frá því í október að aðstæður á þjóðveginum væru orðnar svo slæmar að börn í skólaakstri kviðu því að fara í skólann og köstuðu jafnvel upp í skólabílnum. Að sögn Guðrúnar þurfa börnin í sveitinni að fara verulegar verulengdir í skólabílnum sem hefur mikil áhrif á þau. 

„Sum börnin finna fyrir bílveiki þegar þau loks koma í skólann, geta illa tekið þátt í lífi fjölskyldunnar eftir að heim er komið vegna þreytu eftir ferðina og það hefur komið fyrir að börnin okkar hreinlega kasti upp á leiðinni. 

Þetta hljómar auðvitað eins og lygasaga. Málið varðar augljóslega velferð barna okkar sem hafa sagt að þau kvíði því að fara í skólann, þau kvíði því að fara heim. Þau njóta ekki sömu tækifæra og önnur börn á svæðinu til þess að taka þátt í því öfluga tómstundar og íþróttastarfi sem sveitarfélag okkar hefur uppá að bjóða.“

„Ung stúlka á leið til vinnu, búsett á Vatnsnesi missti stjórn á bíl sínum núna í júlí, þegar hann skall í djúpa holu með þeim afleiðingum að hann valt heilan hring. Mikill mildi þykir að hún hafi ekki slasast alvarlega en hún er þó enn að glíma við afleiðingar slyssins.“ Mynd/Íbúar á Vatnsnesi

„Hann var svo sem ekkert að segja okkur neinar fréttir“

Í samtali við Fréttablaðið segir Guðrún íbúa svæðisins vera jákvæða eftir að Sigurður Ingi Jóhannesson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, fundaði með þeim í gær. „Við bindum miklar vonir við fundinn og vonumst til þess að sjá breytingar á næstu vikum,“ segir Guðrún og bætir við: „Mér fannst hann sýna áhyggjum okkar mikinn skilning. Hann keyrði sjálfru hringinn í gærkvöldi og staðfesti að vegurinn væri alls ekki góður, en var svo sem ekkert að segja okkur neinar fréttir.“

Aðspurð hvort ástandið hafi áhrif á ábúendur í sveitinni segir Guðrún svo vera og íbúa vera mjög meðvitaða um stöðu mála. „Maður er eiginlega alltaf svolítið smeykur, hvenær kemur stóra slysið og hver lendir í því?“

Færslu Guðrúnar, ásamt myndum sem íbúar hafa tekið síðustu ár, má sjá hér að neðan: 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Hvalveiðar

Hag­fræði­stofnun svarar að­finnslum á hval­veiði­skýrslu

Innlent

Maðurinn á brúnni bæði „and­lega og líkam­lega veikur“

Lögreglumál

Lögreglunni sigað á húseiganda

Auglýsing

Nýjast

R Kel­ly á­kærður fyrir tíu kyn­ferðis­brot

Gaf lög­reglu upp rangt nafn

Kiddi klaufi og Guð­rún frá Lundi vin­sælust á bóka­söfnum

Net­verjar púa á nýja Mið­flokks­þing­menn

Rúm ein og hálf milljón í bætur í hóp­nauðgunar­máli

Mögu­leiki opnast fyrir nýju stjórnar­mynstri

Auglýsing