Ei­ríkur Berg­mann, prófessor í stjórn­mála­fræði við Há­skólann á Bif­röst segir að Liz Truss sé hefð­bundnari leið­togi Í­halds­flokksins en for­verar hennar og flokkurinn sé að nálgast upp­runa sinn. Hún mun hins vegar þurfa að sam­eina flokkinn aftur eftir ó­venju­lega ill­skeytta bar­áttu um for­ystu­sætið.

„Þetta er bara á­fram­hald á á­kveðnu upp­gjöri sem hefur verið í gangi í Bret­landi í langan tíma. Fyrst er Theresa May sem fær þetta í fangið, svo kemur Boris Johsnon sem er mjög sér­stök fígúra sem hefði undir öllum venju­legum kring­um­stæðum aldrei orðið for­maður Í­halds­flokksins og for­sætis­ráð­herra. Hann hrökklast frá og Liz Truss, sem er miklu hefð­bundnari for­ystu­maður fyrir Í­halds­flokkinn tekur við. Þannig að ein­hverju leyti er Í­halds­flokkurinn meira að nálgast sinn upp­runa og sinni eðli­legu lögun,“ segir Ei­ríkur.

Hann heldur að það verði erfitt fyrir Truss að standa við öll kosninga­lof­orð sín á þessum tímapunkti.

„Hverju hún nær fram af því sem hún hefur verið að lofa undan­farið, eins og fara fram á skatta­lækkanir á sama tíma og Bretar eru að berjast við for­dæma­lausa verð­bólgu, það er erfitt að sjá það fyrir sér að hún nái þessum mark­miðum sínum í gegn til skamms tíma. Síðan er það þannig að Bretar búa kannski við eina mestu á­skorunina í vest­rænu efna­hags­lífi núna, sem að fellst meðal annars í verð­bólgu gjald­miðilsins, fram­setning efna­hags­lífsins og svo fram­vegis,“ segir Ei­ríkur.

Hann telur að það séu erfiðir tímar fram undan fyrir Truss og ríkis­stjórn hennar.

„Það getur reynst örðugt fyrir nýjan for­sætis­ráð­herra að setja sitt mark og ná að glansa inn í ein­hverja hveiti­brauðs­daga. Hennar hveiti­brauðs­dagar verða stuttir og munu ganga út á að endur­stilla flokkinn fyrir næstu kosningar. Þá fyrst reynir á hana því það er erfitt að verða for­sætis­ráð­herra án þess að hafa verið kjörinn til em­bættisins,“ segir Ei­ríkur og bætir við að það verði ekki auð­velt fyrir Truss að sam­eina flokkinn, en hún gæti vel gert það.

Af­leiðingar Brexit að koma fram núna

Margir spáðu því að það myndi verða Truss að falli að styðja við fyrrum for­mann flokksins, Boris John­son eins og hún gerði, en annað kom á daginn eftir kosningarnar.

„Truss stóð þétt við bakið á Boris John­son, en talið er að það hafi hjálpað henni í kosningunum. Margir spáðu því að það myndi hafa komið henni í koll, sem það gerði ekki,“ segir Ei­ríkur

Ei­ríkur segir að af­leiðingar Brexit séu fyrst núna að koma í ljós.

„Þær af­leiðingar bætast ofan á al­menna erfið­leika í al­þjóð­legu efna­hags­lífi í kjöl­farið á bæði far­aldrinum og styrj­öldinni. Þetta er svona marg­þættur vandi sem hún er að takast á við. En hún nýtur þess hins vegar að Verka­manna­flokkurinn veit ekkert í hvorn fótinn hann á að stíga og hefur ekki gert það um langa tíð. Maður hefur ekki séð að Verka­manna­flokkurinn hafi náð á henni neinum tökum og ekkert sem bendir til þess hvar þeir gætu sótt að henni. Þannig á meðan Verka­manna­flokkurinn er í þessari eyði­merkur­göngu sinni þá nýtur hún þess á meðan,“ segir Ei­ríkur.

„Það er auð­vitað líka eftir­tektar­vert að Truss er þriðji kven­kyns for­sætis­ráð­herra Bret­lands og þriðji kven­kyns for­maður Í­halds­flokksins, á meðan Verka­manna­flokkurinn hefur aldrei boðið fram konu í for­ystu­sæti,“ segir Ei­ríkur.