Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins, ræddi málefni kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi á daglegum fundi Almannavarna í dag. Þá beindi hún einnig sjónum sínum að þeim sem beita ofbeldinu og aðilum sem viti af börnum sem annað hvort verða fyrir ofbeldi eða verði vitni að ofbeldi í garð foreldra sinna á fundinum.

„Þegar konur koma í Kvennaathvarfið segja þeir okkur oft mjög keimlíkar sögur. Það er að hérna hafi eitthvað skelfilegt átt sér stað á heimilinu og þær flýja með börnin í athvarfið. Svo hefur gerandinn samband og hann iðrast mjög þess sem hefur gerst, grætur og vill fá konu sína og börn aftur heim," sagði Sigþrúður um þau mál sem Kvennaathvarfið sinnir.

„Sá sem beitir ofbeldinu útskýrir það sem gerðist með því að hann hafi misst stjórn á skapi sínu. Það hafi ýmislegt verið í umhverfinu sem gerði það að verkum að hann réði ekki við gerðir sínar lengur. Ofbeldismaðurinn lofar því að þetta muni aldrei gerast aftur og biður konuna um að koma heim og láta þetta ekki verða of mikið vesen," segir Sigþrúður um algeng viðbrögð þeirra sem beita ofbeldinu í kjölfar ofbeldisatviksins.

„Ég er alveg viss um að margir meina þetta einmitt á þessum tíma. Að þeir ætli sér alls ekki að láta þetta gerast aftur. Hins vegar er ákveðin þversögn í því að missa stjórn á skapi sínu annars vegar og hins vegar að óska eftir því að því sé treyst að þetta gerist aldrei aftur þar sem ofbeldismaðurinn hefur algerlega misst stjórnina skömmu áður. Það er líklegt að það muni gerast aftur þegar viðlíka aðstæður koma upp að nýju," segir hún enn fremur.

„Þess vegna langar mig til að biðla til þeirra sem þekkja sig í þess háttar aðstæðum að leita sér aðstoðar sem fyrst. Þeir sem finna ekki aðrar leiðir til þess að leysa ágreining, koma óánægju sinni á framfæri eða halda stjórninni á heimilinu en að beita ofbeldi hvort sem með svívirðingum og hótunum eða líkamlegu ofbeldi þurfa nauðsynlega á aðstoð að halda." Sigþrúður beinir því til fólks sem missir stjórn á sér og notar ofbeldi að leita sér hjálpar. Það sem hefur gerst einu sinni getur alltaf gerst aftur.

Margs konar aðstoð í boði fyrir þolendur ofbeldis

Hvað þolendur ofbeldsins varðar bendir hún þeim á að leita sér hjálpar vegna þess að líkurnar á því að slíkt gerist einu sinni hafi það gerst einu sinni eru líkur á að það gerist aftur og verið með áhættu í hérna varðandi þetta akkúrat núna. Það má benda á úrræði Heimilisfriðar má benda á símanúmerið 1717.

Hún bendir líka á samtök á borð við Bjarkarhlíð og Bjarmahlíð og Aflið á Akureyri og Drekaslóð og Stígamót. Út um allt samfélag er svo bæði fagfólk en líka bara alls konar einstaklingar sem hugsanlega fólki þykir betra að leita til annarra þarfa að þessu og hafa ákveðna öryggisáætlun í huga.

„Konur upplifi það oft að þeir eigi ekki alveg heima í athvarfinu eða ástandið sé ekki nógu alvarlegt eða nógu slæmt eða þá að þær telja hugsanlega ekki forsendur til að koma til móts við þeirra þarfir hafa samt samband og við skulum ræða það sem er hvaða mögulegar hindranir gætu verið," segir Sigþrúður.

Sigþrúður segir að Kvennaathvarfið sé opið eins og alltaf allan sólarhringinn og starfskonur þar hafa unnið gríðarlega gott starf við að halda umhverfinu þar öruggu bæði hvað varðar aðstoð við þolendur ofbeldisins og smitvarnir. Brugðist hafi verið við þeim aðstæðum sem kórónaveirufaraldurinn hafi haft í för með sér og þeim sem óska eftir aðstoð og starfsmönnum skipt í minni hópa og hreinlæti gætt í hvívetna.

„Við bregðumst ef aðstæðurnar verða öðruvísi. Til að mynda ef við þurfum að skipta upp hópnum okkar ef hann verður of stór eða ef eitthvað kemur uppá gerir það að verkum að við þurfum annað húsnæði til að vera í tímabundið. Þannig að við hvetjum konur til að hafa samband við Athvarfið og sími atkvæðisins er opinn allan sólarhringinn er alltaf hægt að hringja og fá ráðgjöf og stuðning," segir Sigþrúður.

Mikilvægt að hlúa að börnum í erfiðum aðstæðum

„Það sem mig langar að nefna líka eru börn sem upplifa ofbeldi. Ég veit að fólk á ofbeldisheimilum hvort sem er sá aðili sem beitir ofbeldinu eða sá sem býr við ofbeldi upplifa oft að þeir hafi í rauninni ekki mikið val. Þeir séu einhvern veginn föst í einhverjum aðstæðum sem sem þið komist ekki út úr," segir hún.

„Það er vissulega skiljanlegt fólk í þessum aðstæðum upplifi það eða að það sé þröng leið út en hún er samt til staðar. Það eru vissulega alls konar hindranir sem eru þær bara hérna inn í kollinum á okkur en svo eru líka ytri hindranir sem þarf að ryðja úr vegi til þess að fólk komist í burtu úr þessum aðstæðum hætti að beita ofbeldi eða komist í burtu frá því," segir framkvæmdastjórinn.

„Það er mikilvægt að hafa í huga að börn á ofbeldisheiminum hafa ekkert val. Börn eru bara bara stödd á þeim stað þar sem foreldrar þeirra láta þau vera. Konurnar sem komu í Kvennaathvarfið telja oftar en ekki að börnin finni ekki fyrir ofbeldinu. Rannsóknir staðfesta þetta en þar kemur fram að foreldrar barna á ofbeldisheimilum standa oftast í þeirri trú að börnin verða ekki fyrir áhrifum af ofbeldinu," segir hún.

„Þessir foreldrar telja sér trú um að börnin verði ekki fyrir áhrifum af ofbeldinu. Fjölmargar rannsóknir sýna hins vegar fram á að það að alast upp á ofbeldisheimili hefur gríðarleg áhrif á börnin ekki bara í nútíð þar sem afleiðingarnar eru svolítið augljósar heldur einnig til lengri tíma litið," segir Sigþrúður.

„Þær afleiðingar sem sjást til styttri tíma er sá skortur á lífsgæðum sem börnin alast upp við. Til langframa eru svo þau börn sem alast upp við ofbeldi í áhættu að lenda í margvíslegum erfiðleikum síðar á lífsleiðinni. Ég skora því á fólk að leita til barnaverndaraðila gruni það að börn séu stödd í óboðlegum aðstæðum," segir hún.