Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur ekki á­hyggjur af börnum meira en áður fyrr, og verður á­fram reynt að beita sem minnstum að­gerðum á yngri hópa.

Bólu­setningar 12 til 15 ára barna hófust í dag í Laugar­dals­höll. Fyrri hópurinn mætti klukkan tíu í morgun og sá seinni er boðaður á morgun klukkan 10. Bólu­sett er með Pfizer .

Eru á­hyggjur meðal for­eldra – mun meiri hlutinn mæta?

„Ég veit það ekki, en ég tel það mikil­vægt að for­eldrar gefi sér þann tíma sem þeir þurfa og skoða málið. Þeir sem vilja mæta síðan ef þeir vilja mæta. Fjöldinn kemur síðan í ljós,“ svarar Þór­ólfur.

„Aukinn fjöldi barna inni­liggjandi í Banda­ríkjunum vegna Delta af­brigðisins er á þeim grunni sem við erum að hvetja til bólu­setningu barna.“

Þór­ólfur segist þó ekki hafa meiri á­hyggjur af skóla­börnum nú en áður. „Við höfum allan tíma þurft að glíma við þetta og erum að reyna að beita mark­vissari sótt­kví nú en áður í ljósi okkar reynslu, eru vonandi ekki að taka neinn séns á því,“ segir hann.

Þór­ólfur segir bólu­setningu yngri barna ekki vera í um­ræðunni. „Það þarf að skoða það ef bólu­efnin verða sam­þykkt, ef við sjáum ekki niður­stöðu á því og þar sem við­eig­andi rann­sóknir hafa ekki verið gerðar erum við ekki með nein á­form í gangi.“