Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, tók við rúm­lega 43 þúsund undir­skriftum fyrir utan Al­þingis­húsið klukkan eitt í dag. „Ég lít á þetta sem hvatningu til að ráða­menn á Al­þingi taki af­stöðu til til­lagna um breytingu á stjórnar­skrá,“ segir Katrín í sam­tali við Frétta­blaðið.

Alls skrifuðu 43.025 kosninga­bærir Ís­lendingar undir listann en undir­skrifta­söfnun lauk á mið­nætti. Fleiri kjós­endur standa að baki undir­skriftalistans en nær allra stjórn­mála­flokka á landinu, þar á meðal flokki Katrínar sem hlaut rúm­lega 33 þúsund at­kvæði í Al­þingis­kosningum árið 2017.

„Ég tel margt gott í þessum til­lögum en annars tel ég að það þurfi miklu meiri um­ræðu,“ segir Katrín og bendir á að um­ræðum um til­lögur stjórn­laga­ráðs hafi aldrei verið lokið á Al­þingi. „Það var lagt fram frum­varp á al­þingi 2012 til þess að fram­fylgja þjóðar­at­kvæða­greiðslunni og þeirri um­ræðu lauk ekki. Ég held að það sem við þurfum að gera núna sé að eiga þessa um­ræðu.“

Ekki hægt að taka af­stöðu

For­sætis­ráð­herra telur ó­mögu­legt að taka af­stöðu til nýju stjórnar­skrárinnar eins og hún leggur sig. „Það er mjög mis­munandi milli á­kvæða hvaða af­stöðu maður hefur.“

Frum­vörp um breytingu á nú­verandi stjórnar­skrá eru þegar í vinnslu hjá ríkis­stjórninni og fagnaði Vinstri hreyfing – græns fram­boðs því að for­sætis­ráð­herra setti stjórnar­skrár­breytingar á dag­skrá á sam­fé­lags­miðlum í nótt.

„Við höfum verið að vinna að heildar­endur­skoðun stjórnar­skrárinnar og margt í þeim til­lögum byggir á fyrri vinnu, þar á meðal þeim drögum sem stjórn­laga­ráð skilaði á sínum tíma,“ segir for­sætis­ráð­herra.

Um fimmtíu manns söfnuðust saman til að fylgjast með afhendingu undirskriftanna.
Fréttablaðið/Valli

Ekki í takt við at­kvæða­greiðlsu

Katrín Odds­dóttir, for­maður stjórnar­skrár­fé­lagsins, telur frum­vörp for­sætis­ráð­herra ekki vera nóg. „Mér finnst stóra málið varðandi frum­vörpin vera að þau eru ekki í takt við niður­stöðu þjóðar­at­kvæða­greiðslu.“ Hægt sé að skoða hvort þurfi að bæta nýju stjórnar­skránna. „En það gengur ekki að það verið sé að pota inn ein­hverjum hand­völdum á­kvæðum inn í þá gömlu og þar með fara fram­hjá niður­stöðu þjóðar­viljans í at­kvæða­greiðslu,“ segir Katrín Odds um málið.

„Auk þess eru mörg þessara á­kvæða og frum­varpa sem hún leggur fram ein­fald­lega verri út­gáfur af því sem sam­svarandi greinar í nýju stjórnar­skránni kveða á um.“ Katrín Odds tekur þar sér­stak­lega fram náttúru­verndar­á­kvæðið og auð­linda­á­kvæðið.

Auð­linda­at­kvæðið ekki tæmandi

For­sætis­ráð­herra er því ó­sam­mála. „Ég er þeirrar skoðunar að auð­lindar­á­kvæði stjórnar­skrárinnar eigi að vera ein­falt og knappt,“ í­trekar for­sætis­ráð­herra.

„Ég tel til dæmis ekki að það eigi að reyna að telja upp hverja einustu auð­lind af því að við vitum ekki hvað verður auð­lind eftir nokkur ár.“ Katrín tekur dæmi um að fram­tíðar auð­lind Ís­lands gæti legið í ís­lenskum jarð­lögum þar sem þau henti einkar vel til að binda kol­tví­sýring í jörðu. „Það gæti verið fram­tíðar auð­lind sem nýtist til að draga úr kol­efnislosun.“

For­sætis­ráð­herra tekur þó fram að það breyti því ekki að það sé margt gott í þessum til­lögum. „Þess vegna vil ég efnis­legar um­ræður um þetta.“