Spáð er hvass­viðri eða stormi á stóru svæði í nótt og í fyrra­málið. Gul við­vörun er í gildi á nokkrum land­svæðum frá mið­nætti í kvöld.

Búist er við því að byrji að blása á Höfuð­borgar­svæðinu, Faxa­flóa og Suður­landi um mið­nætti og megi þá búast við 15-23 metrum á sekúndu austan­átt. Gul við­vörun er í gildi til klukkan fjögur á svæðinu nema Suður­landi þar sem við­vörunin gildir til klukkan sex.

Klukkan tvö í nótt er búist við því að veðrið nái á Suð­austur­land og Mið­há­lendið. Á Suð­austur­landi er spáð 15-23 metra á sekúndu og gul við­vörun í gildi til klukkan átta en á Mið­há­lendinu er spáð 18-25 metra á sekúndu og við­vörun í gildi til klukkan sjö.

Klukkan fjögur í nótt er spáð því að ó­veðrið nái á Aust­firði en þar er spáð 13-20 metrum á sekúndu og er gul við­vörun í gildi til klukkan ellefu rétt fyrir há­degi.

Með storminum er spáð að fylgi rigning, slydda eða snjó­koma.