Með morgninum fara skil yfir landið og má búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. Þá er búist við hvassri úr suðvestanátt með dimmum éljahryðjum og skafrenningi

þar sem skyggni og færð getur versnað hratt.

Gular veðurviðvaranir eru nú í gildi um allt land vegna hríðar og eru ferðalangar hvattir til að fylgjast með veðurspá og færð á vegum áður en lagt er af stað.

Í nótt mældust eldingar í skilunum suður af landi og líkur eru á að fleiri eldingar mælist í dag í útsynningnum sunnan- og vestanlands Í nótt dregur úr vindi og úrkomu og styttir upp smám saman með morginum sunna- og vestan til.

Um helgina er spáð hæglætisveðri og hitastig um frostmark.

Vegir víða lokaðir

Vegir eru víða lokaðir á Suðvesturlandi vegna lægðarinnar sem gengur yfir landið. Snjóþekja og hálka er á öllum leiðum og afar slæmt skyggni.

Hálka á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu og vegir um Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði og Kjalarnes eru allir lokaðir.

Á Vesturlandi er þæfingsfærð á flestum leiðum og veðurútlit fyrir daginn slæmt. Óvissa er með ferðir dagsins og verður staðan tekin þegar líður á morguninn

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og stöku él um vestanvert landið, en snjókoma eða rigning S- og A-til. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag:

Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og að mestu þurrt, en snjókoma eða slydda A-lands í fyrstu. Hiti um og undir frostmarki, en upp í 5 stig með S-ströndinni en kólnar þar síðdegis.

Á mánudag:

Austlæg átt 3-10 og víða súld eða rigning. Hlýnar í veðri.

Á þriðjudag:

Suðaustan- og sunnanátt með súld eða rigningu S- og V-lands, annars úrkomulítið. Hiti víða 0 til 5 stig.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir norðaustlæga eða breytilega átt og skýjað að mestu. Dálítil él á Vestfjörðum, súld með köflum suðaustan til en annars þurrt að kalla. Hiti breytist lítið.

Nánará vef Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands.