Gengur í austan og suð­austan átt 8 til 15 metrar á sekúndu með rigningu með morgninum. Þurrt er á Norður- og Austur­landi fram eftir degi en fer svo að rigna með slyddu á heiðum. Hiti á

bilinu tvö til níu stig og mildast syðst á landinu.

Fram kemur í hug­leiðingum veður­fræðings Veður­stofu Ís­lands að það muni bætast í suð­austan­áttina með morgninum og rigning sunnan- og vestan til. Þurrt verður að mestu um landið

norðan­vert fram undir kvöld og sum staðar slydda á fjall­vegum.

Á morgun, föstu­dag er út­lit fyrir að áttin verði aust­læg. All­víða skúrir, einkum suð­austan­lands og slyddu­él eða él á fjall­vegur og hiti tvö til sjö stig að deginum.

Veður­horfur á landinu næstu daga


Á föstu­dag:
Norðan og norð­austan víða 5-13 m/s, hvassast NV-til, en hægari SV-lands. Alvíða skúrir eða slyddu­él, einkum SA-til. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á laugar­dag:
Austan og norð­austan 10-18 m/s, en hægari á NA-landi. Víða rigning, en slydda eða snjó­koma á heiðum N-lands. Hægt hlýnandi veður.

Á sunnu­dag:
Hvöss norð­austan­átt á Vest­fjörðum, en annars mun hægari aust­læg átt. Rigning SA-lands, rigning eða slydda á Vest­fjörðum, en annars úr­komu­lítið. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast NA-til.

Á mánu­dag og þriðju­dag:
Aust­læg átt og væta með köflum, einkum SA-til, en lengst af þurrt V-lands. Fremur hlýtt í veðri.

Á mið­viku­dag:
Út­lit fyrir á­fram­haldandi milda aust­læga átt. Skýjað og dá­lítil væta austan­til, en annars þurrt.