Margar ferðir hafa fallið niður hjá strætó í dag á landsbyggðinni vegna hvassviðris, þetta kemur fram í tilkynningu strætó.

Bilun í tilkynningakerfi á heimasíðu Strætó

Leið 57 sem keyrir frá Reykjavíkur til Akureyrar hafa verið felldar niður vegna hvassviðris á Kjalarnesi og við Blikadalsá.

Óvíst er hvort ferðir á þessari leið verða farnar í dag.

Leið 55 frá Firði til Keflavíkurflugvallar hefur sömuleiðis raskast og hvetur Strætó farþega til að fylgjast með á Twitter aðgangi https://twitter.com/straetobs fyrirtækisins.

Þá segir að bilun sé í tilkynningakerfinu á heimasíðu Strætó og hefur því ekki tekist að setja inn tilkynningar um frávik á heimasíðuna en það sé í vinnslu.