Það er enn gul við­vörun á landinu í dag sem verður í gildi til klukkan 15 í dag á Ströndum, Norður­landi vestra og á Mið­há­lendinu. Fólk með aftan­í­vagna, eða sem er á öku­tækjum sem taka á sig mikinn vind eru beðin um að sýna að­gát.

Veður­horfur á landinu eru suð­vestan 8 til 15 metrar á sekúndu, hvassast norð­vestan­lands. Skúrir vestan til, en bjart veður á Norð­austur- og Austur­landi. Dregur úr vindi síð­degis, víða suð­vestan 3 til 8 í kvöld. Hiti átta til fjór­tán stig, en að tuttugu stigum um landið norð­austan­vert.

Norð­læg átt 3 til 10 á morgun og skúra­veður norðan­lands en skýjað með köflum sunnan­lands. Rigning suð­austan- og austan­lands annað kvöld. Hiti sex til fimm­tán stig, mildast sunnan heiða.

Það er hvasst víða um land, en bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi.
Skjáskot/vedur.is

Ákveðin suðvestanátt í dag

Í hug­leiðingum veður­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands segir að á­kveðin suð­vestan­átt sé í dag. Skúrir, einkum vestan­lands og átta til fjór­tán stiga hiti, en bjart veður á Norð­austur- og Austur­landi og hiti upp í fimm­tán til tuttugu stig. Lægir í kvöld.

Snýst í norðan golu eða kalda á morgun. Skýjað og sums staðar smá­skúrir, en rigning um landið austan­vert annað kvöld. Hiti sex til fimm­tán stig, mildast sunnan­lands.

Norð­vestan strekkingur með rigningu og svölu veðri á Norð­austur- og Austur­landi á laugar­dag, annars hægari vindur og all­víða skúrir.

Fólk með aftan­í­vagna, eða sem er á öku­tækjum sem taka á sig mikinn vind eru beðin um að sýna að­gát.
Skjáskot/vedur.is