Í dag er gert ráð fyrir austlægri átt, 13-18 m/s með suðurströndinni fram yfir hádegi, en annars verður mun hægari vindur. Það verður skýjað og dálítil rigning SA-til, en bjart veður norðan heiða. Hiti verður 1 til 7 stig, en víða á N- og A-landi verður 0 til 5 stiga frost.

Á morgun verða austan 8-18 m/s, hvassast syðst. Það verður rigning, einkum um landið S-vert, en úrkomulítið á N- og NA-landi. Hiti verður yfirleitt 0 til 7 stig. Á föstudag rignir svo væntanlega áfram suðvestan- og vestanlands, en það styttir upp í öðrum landshlutum.

Greiðfært er um Suður- og Suðvesturland en þokkaleg vetrarfærð er um norðanvert landið. Snjóþekja er á Öxi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Austan og suðaustan 8-13 m/s, en 13-18 syðst. Þurrt að kalla á NA-landi, annars rigning. Hiti 0 til 7 stig.

Á föstudag:

Suðaustan 5-10 og dálítil væta, en skýjað með köflum og þurrt N-lands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Austan 5-13 og rigning með köflum S-lands, hiti 2 til 7 stig. Hægari og þurrt N-til, hiti nálægt frostmarki.

Á sunnudag:

Austan- og norðaustanátt, skýjað og rigning SA- og A-lands. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost á N-landi.

Á mánudag og þriðjudag:

Norðaustanátt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt að kalla SV- og V-lands.