Torrevieja á Spáni er vinsæll staður á meðal Íslendinga. Þar búa um hundrað þúsund manns og er varla þverfótað fyrir Íslendingum. Flestir eru í eldri kantinum en einnig búa fjölmargar íslenskar fjölskyldur á svæðinu. En hver er munurinn að draga fram lífið í Torrevieja og Reykjavík?

Bærinn þykir ekki sá fallegasti á Spáni en um 50 prósent íbúa eru aðfluttir útlendingar. Helsta ástæðan er að húsnæðisverð þykir hagstætt og þá eru litlar sveiflur í veðri og sólin skín næstum alla daga. Eru margir þeirra skoðunar að andrúmsloftið sé gott vegna saltvatna á svæðinu.

Kaupmáttur í Reykjavík er aðeins hærri en í Torrevieja en það á þó ekki við um hina fjölmörgu öryrkja og ellilífeyrisþega sem búa á svæðinu enda mun auðveldara að draga fram lífið á bótum og lifa mannsæmandi lífi. Þar en mögulegt er að fá fína íbúð á 40-80 þúsund krónur svo dæmi sé tekið.

Tölurnar fyrir verðsamanburð er fengin af hinni vinsælu síðu Numbeo. Hún þykir traust og margir sem nýta sér hana í upplýsingaöflun um kjör á milli landa. Í fyrstu atrennu birtum við samanburð á milli Reykjavíkur og Torrevieja en svo fylgja fleiri í kjölfarið.

Á Numbeo er síðan mögulegt að skoða verð á fleiri matvörum.

Verðsamanburður á milli borganna:

Leiguverð í Reykjavík er um 322% dýrara en í Torrevieja.

Verð á veitingastöðum er 153% hærra í Reykjavík en í Torrevieja.

Verð á matvælum er 114% hærra í Reykjavík en í Torrevieja.

Kaupmáttur í Reykjavík er þó 14% hærri en í Torrevieja.

Dæmi um verð á matvöru:

Mjólk - 70% dýrari í Reykjavík

Brauð - 205% dýrari í Reykjavík

12 Egg - 185% dýrari í Reykjavík

Tómatar - 156% dýrari í Reykjavík

Ostur - 62% dýrari í Reykjavík

Kílómetragjald í Leigubíl - 74% dýrari í Reykjavík

Kíló af kjúklingabringum í Reykjavík er 171% dýrari en í Torrevieja