Um­ferð hef­ur ver­ið hleypt um Hval­fjarð­ar­göng á nýj­an leik eft­ir að þeim var lok­að í um 40 mín­út­ur eft­ir um­ferð­ar­slys. Þar lent­i sam­an þrem­ur bíl­um og fór lög­regl­a, sjúkr­a­lið­ar og slökkv­i­lið á stað­in frá Akra­nes­i en nokkr­ir voru flutt­ir til að­hlynn­ing­ar á sjúkr­a­hús. Er til­kynn­ing barst um slys­ið voru tveir bíl­ar send­ir af stað af slökkv­i­lið­i höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en þeim snú­ið við skömm­u síð­ar.

Slys­ið var minn­i­hátt­ar að sögn vakt­haf­and­i varð­stjór­a hjá lög­regl­unn­i á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u en hann vild­i ekki veit­a frek­ar­i upp­lýs­ing­ar um mál­ið.