Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð aftur. Þeim var lokað í kvöld eftir að þrír bílar lentu í nokkuð hörðum árekstri í göngunum.
Vegagerðin tilkynnti um það klukkan rúmlega hálf níu í kvöld að búið væri að opna göngin á ný. Þeim var lokað á sjötta tímanum í dag.
Nokkur viðbúnaður lögreglu og viðbragðsaðila var í kringum göngin vegna árekstrarins. Hann var harður, þrír bílar skullu saman, en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega. Einn var fluttur á sjúkrahús með minniháttar meiðsli.
Þeir sem hafa beðið eftir að leggja af stað í eða úr bænum geta því haldið leiðar sinnar nú.