Hval­fjarð­ar­göng­in eru nú lok­uð vegn­a um­ferð­ar­slyss en mik­il um­ferð hef­ur ver­ið um göng­in í dag og rað­ir mynd­ast enda marg­ir á leið aft­ur til Reykj­a­vík­ur eft­ir ferð­a­lög um helg­in­a. Vís­ir greind­i fyrst frá.

Sam­kvæmt varð­stjór­a lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u sem mbl.is rædd­i við tald­i hann slys­ið vera minn­i­hátt­ar en gat ekki gef­ið frek­ar­i upp­lýs­ing­ar. Tveir bíl­ar frá slökkv­i­lið­in­u á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u voru send­ir á vett­vang en snú­ið við á leið­inn­i.