Nokkuð harður á­rekstur varð í Hval­fjarðar­göngunum á sjötta tímanum í dag. Hval­fjarðar­göngin eru lokuð um ó­á­kveðinn tíma vegna slyssins.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá slökkvi­liðinu á höfuð­borgar­svæðinu lentu þrír bílar í á­rekstrinum. Enginn slasaðist al­var­lega þó á­reksturinn hafi verið nokkuð harður. Einn var þó fluttur á sjúkra­hús með ein­hver meiðsli.

Varðstjóri slökkvi­liðsins segir að þó nokkur við­búnaður hafi verið vegna slyssins, eins og alltaf þegar slys verða í göngunum. Þeim þurfi að loka á meðan að­stoð er veitt og eru að­stæður í göngunum erfiðar. Ó­víst er hve­nær göngin opna aftur.

Um­ferð hefur verið nokkuð mikil í göngunum í allan dag en seinni partinn bilaði bíll í þeim og olli tölu­verðum töfum á um­ferð.