Kristlín Dís Ingilínardóttir
Sunnudagur 1. desember 2019
08.00 GMT

Fólk hugsar um kyn­líf á hverjum degi. Þetta virðist vera niður­­­staða hverrar einustu rann­­sóknar þar sem reynt hefur verið að komast að því hversu oft við mann­eskjurnar hugsum um kyn­líf. Þessar rann­­sóknir greinir reyndar á hvort það líði sjö sekúndur eða sjö klukku­­tímar milli hugsananna en ekki virðist fara á milli mála að kyn­líf er ofar­­lega í hugum íbúa jarðar dag hvern.

Með þessum hugsunum hafa myndast alls konar ritúöl, tabú, mýtur og mis­skilningur um kyn­líf. Um allan heim hafa verið skrifaðar bækur, textar og ljóð um kyn­líf og virðist mann­­fólkið aldrei þreytast á að tala um þetta brölt sitt.

Kyn­líf hefur auð­vitað fylgt manninum frá örófi alda en það sem virðist hins vegar gleymast er að líkt og menningin hefur kyn­líf þróast á mis­munandi hátt á milli sam­­fé­laga. Það gæti til dæmis komið ein­hverjum á ó­­vart að komast að því að vin­­sælasta kyn­lífs­­stelling Vestur­landa, trú­­boða­­stellingin, var með öllu ó­­þekkt í á­­kveðnum sam­­fé­lögum fyrir ör­fáum ára­tugum en heimildir herma að konum hafi þótt stellingin með öllu ó­­á­­sættan­­leg. Það er því ljóst að ekki hugsa allir um það sama þegar þeir hugsa um kyn­líf.

Sigga Dögg Arnardóttir, kynfræðingur, vill endurskilgreina hvernig fólk hugsar um kynlíf.
Fréttablaðið/Anton Brink

Líf­seigar mýtur


Kyn­­fræðingurinn Sig­ríður Dögg Arnar­dóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg, hefur um ára­bil unnið baki brotnu við að upp­­ræta mýtur og endur­­skil­­greina hvernig fólk hugsar um kyn­líf. Það sem hefur komið henni mest á ó­­vart á ferli sínum er hversu fast fólk heldur í rang­hug­­myndir sem hverfast um kyn­líf. „Kyn­líf gagn­hneigðra snýst til dæmis allt um ein­hverja inn­­setningu, bara limur í leg­­göng. Mér finnst það vera erfiðasta og lang­lífasta mýtan,“ segir Sigga Dögg í sam­tali við Frétta­blaðið.


„Ég hefði haldið að mýturnar gætu ekki lifað svona góðu lífi í svona langan tíma og að við værum búin að kveða niður gamla drauga,“


„Ég hefði haldið að mýturnar gætu ekki lifað svona góðu lífi í svona langan tíma og að við værum búin að kveða niður gamla drauga,“ segir Sigga Dögg og furðar sig á því að kyn­líf sé enn hólfað niður í á­­kveðna hluta þar sem aðal­­at­riðið sé undan­­tekningar­­laust sam­­farir og allt annað af­­skrifað sem upp­­hitun.

Ævintýralegt kynlíf margar aldir aftur í tímann

„Þegar fólk stundaði mark­mið­­skyn­líf eða æxlunar­kyn­líf til að fjölga sér er þetta kannski skiljan­­legra við­horf,“ út­­skýrir Sigga. Nú séu hins vegar margar aldir síðan fólk fór að stunda kyn­líf sér til á­­nægju og unaðar. „Þá fórum við að sjá ó­­­trú­­lega fjöl­breyttar út­færslur,“ segir Sigga Dögg og tekur sem dæmi mis­munandi kyn­lífs­­menningu sem hefur þrifist í Asíu.

Ind­land leikur þýðingar­mikið hlut­­verk í sögu kyn­lífs en þar er að finna ein­hver af mikil­­vægustu hand­­ritum sem skrifuð hafa verið um kyn­líf. Talið er að þau elstu hafi verið samin á 14. öld fyrir Krists burð. Þekktasti textinn er þó að öllum líkindum Kamasutra en get­­gátur eru um að sá texti hafi verið gefinn út við upp­­haf gregoríska tíma­talsins. Textinn býður ekki að­eins upp á leið­beiningar í kyn­lífi heldur fjallar hann einnig al­­mennt um til­­huga­líf mannsins og listina að lifa vel. Lengi hefur því fjöl­breytt kyn­líf verið rót­­gróið í menningunni eins og fornir trúar­­textar sanna.

Sagan segir að trúboðastellingin hafi verið eina kristilega leiðin til að stunda kynlíf á sínum tíma.
Fréttablaðið/Getty

Báðu fólk um að hætta að stunda sóðakynlíf

Annað hefur þó lengi verið upp á teningnum í vest­rænni menningu og telur Sigga Dögg það hafa fylgt boðum og bönnum kristinnar trúar. „Í siða­­skiptum troðast trúar­­brögðin inn og for­­dæma nánast allt sem tengist kyn­lífi, það á bara að vera inn, út og ekkert vesen.“ Með kristnum straumum bárust þau skila­­boð að kyn­líf ætti að­eins að vera í æxlunar­til­­gangi


„Þegar þeir komu hingað til lands bönkuðu þeir á moldarkofana og báðu fólk vinsamlegast að hætta að kyssast á munninn og stunda sóðakynlíf.”


Sigga segir trú­­boða hafa gengið fram af mikilli hörku um allan heim og ekki síst hér­­lendis. „Þegar þeir komu hingað til lands bönkuðu þeir á moldar­kofana og báðu fólk vin­­sam­­legast að hætta að kyssast á munninn og stunda sóða­kyn­líf.“

Enga texta um kyn­lífs­­stellingar er að finna í Biblíunni en frá sjö­ttu öld og langt fram yfir mið­aldir kenndu kirkju­yfir­­völd víðs vegar um Evrópu að eina rétta leiðin til að stunda sam­­farir væri and­lit gegnt and­liti og maðurinn ofan á. Aðal­­á­­stæða þess var að þyngdar­afl var talið hafa á­hrif á flæði sæðis og þannig væru auknar líkur á getnaði. Í kjöl­farið hlaut stellingin viður­­nefnið trú­­boða­­stellingin

Kyn­líf með lokuð augu

Með trú­­boða­­stellingunni fylgdi sú hug­­mynd að kyn­líf væri mjög náin tenging milli konu og manns. „Við höfum selt okkur að kyn­líf eigi að vera um­­vafið rómantík og nánd og þar kemur trú­­boða­­stellingin sterkt inn þar sem þú getur horft framan í mann­eskjuna sem þú ert með og horft í augun á henni.“

Sam­­kvæmt rann­­sóknum Siggu virðast þó ekki margir stara í sjá­öldur rekkju­nautar síns í téðri stellingu. „Þegar maður spyr fólk að þessu er al­­gengast að það sé með lokuð augun eða það er haus við hliðina á haus, ekki haus á móti haus, þannig að önnur manneskjan er að stara upp í loftið og hin að stara á rúmið eða með lokuð augun að vonast til að reka ekki hausinn í rúm­gaflinn.“

Stunda kyn­líf eftir hand­riti fyrir ó­sýni­legan á­horf­anda

Af sam­­tölum Siggu við skjól­­stæðinga sína að dæma mætti halda að fólk iðkaði frekar kyn­líf fyrir ó­­­sýni­­legan á­horf­anda en fyrir sjálft sig. „Ég hef heyrt margar konur tala um þetta, sér­­stak­­lega ef þær stunda einnar nætur gaman. Fólk greinir frá því að það eigi erfitt með að gefa leið­beiningar og að það sé passívara í kyn­lífi af því að það er að passa upp á í­­myndina. Maður hefði haldið að það væri akkúrat öfugt, að í­­myndin skipti engu máli þegar þú hittir mann­eskjuna kannski aldrei aftur.“

Þá sé oft eins og rekkju­nauturinn setji konurnar í ó­­líkar stellingar og fylgi á­­kveðnu hand­­riti. „Eins og það sé ó­­­sýni­­legur á­horf­andi að fylgjast með. Hvað er að gerast hérna? Af hverju er verið að skipta svona oft um stellingu? Þeir eru kannski búnir að búa sér til sinn mæli­kvarða á gott kyn­líf og á þeirra mæli­kvarða eru það kannski fimm stellingar. Þeir búa til svona nakinn „twi­ster“ og hugsa já, þetta er nú gott hand­­rit. Það virkaði al­­deilis vel fyrir mig um daginn. Á­fram gakk.“

Endist yfirleitt ekki fimm mínútur

Hand­­rit að kyn­lífi virðist þó ekki skila sínu enda hafa rann­­sóknir sýnt að konur upp­­lifi að kyn­líf taki lengri tíma en karlar. „Það er eins og þær upp­­lifi að þetta sé svo lengi af því að þeim finnst svo leiðin­­legt.“ Körlum sé öfugt farið og þeir upp­­lifi oft að kyn­líf endist of stutt.

Sam­­farir endast yfir­­­leitt í um þrjár til fimm mínútur en það gengur í ber­högg við hug­­myndir fólks um gott kyn­líf. „Fólk sér oft fyrir sér að korter til hálf­­­tími teljist eðli­­legt. Hvaðan koma þessar hug­­myndir? Fólk heldur greini­­lega að meira sé betra. Stærra typpi og lengra kyn­líf og þá hljóti allt að verða betra.“ Gæða­stimpill á kyn­líf eigi hins vegar ekkert skilið við þá hluti.


„Hvernig dettur fólki í hug að mæla kynlíf út frá lengd eða fjölda skipta en ekki ánægju?“ spyr Sigga Dögg hneyksluð.


Fróa sér gjarnan en njóta ekki samfara

Ein af mörgum af­­leiðingum þess að rekkju­nautar virðast vera spé­hræddir að tala um kyn­líf sín á milli er að konur njóta oft ekki kyn­lífsins. „Sumar hafa fróað sér og fengið það með sjálfri sér en þær eru bara á því að kyn­líf sé bara ekkert fyrir þær því það endar alltaf í sam­­förum.“

„Það er eins og hug­­myndin um að sam­­farir – það er limur og leg­­göng – hafi bara verið neglt inn í hausinn á okkur og að reyna að ná henni út er bara eins og að vera forn­­leifa­­fræðingur að grafa upp risa­eðlu­bein.“

Áslaug Kristjánsdóttir, kynfræðingur og kynlífsráðgjafi, segir fyrirframgefnar hugmyndir um kynlíf ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum.
Fréttablaðið/Stefán

Fyrirframgefnar ranghugmyndir

Ás­laug Kristjáns­dóttir kyn­­fræðingur er sam­mála Siggu Dögg en hún hefur starfað sem kyn­lífs­ráð­gjafi um ára­bil og segir flesta sem leita til hennar eiga það sam­eigin­­legt að hafa fyrir­­­fram­­gefnar hug­­myndir um hvað gott kyn­líf felur í sér. „Einn þrá­látasti mis­skilningurinn sem ég hef orðið vitni að í mínu starfi er að fólk hugsar um kyn­líf sem ein­hverja á­­kveðna at­höfn sem eigi að líta út á á­­kveðinn hátt,“ segir Ás­laug.

Þegar við hugsum um kyn­líf erum við lík­­leg til að sjá fyrir okkur sam­­farir en þær eru ein­­göngu brota­brot af því sem hug­takið felur í sér. Mis­skilningur um kyn­líf virðist vera land­lægur og veldur því meðal annars að konur eru mun ó­­lík­­legri en karlar til að fá full­­nægingu. Rann­­sóknir sýna að kyn­löngun eykst ef fólk telur að það fái full­­nægingu í kyn­lífi, og því er til mikils að vinna.


„Ég held að þegar langflestir hugsi um kynlíf, þá séu þau að hugsa um samfarir.“


„Ég held að þegar lang­f­lestir hugsa um kyn­líf, þá séu þeir að hugsa um sam­­farir.“
Kannski er eðli­­legt að fólk sjái fyrir sér sam­­farir þar sem mann­­fólki er jú eðlis­lægt að fjölga sér, segir Ás­laug. Mis­skilningurinn sé ein­fald­­lega falinn í skil­­greiningunni. „Kyn­líf og það að fjölga okkur er ekki sami hluturinn. Mjög lítill hluti þess kyn­lífs sem við stundum yfir ævina hefur þann til­­­gang að búa til börn.“

Um þetta snerist kyn­lífs­bylting sjötta ára­tugarins að miklu leyti en með komu getnaðar­varna­pillunnar opnuðust konum ýmsar dyr. „Allt í einu fara konur að hafa frelsi til þess að stunda kyn­líf af því að þær langar til þess, af því að þær hafa gaman af því og njóta þess, ekki bara af því að þær eru að fara að búa til börn.“

Árið 1960 var hormóna­pilla fyrir konur sett á markaðinn. Pillan sló í gegn yfir nótt og skilaði getnaðar­varna­iðnaðinum fúlgum fjár. Vel­­gengni pillunnar á markaðnum varð til þess að flestar rann­­sóknir á getnaðar­vörnum beindust að konum næstu ára­tugina.

Fullnægingagjá milli kynjanna

Konur virðast þó ekki hafa nýtt aukið frelsi til að stunda kyn­líf sér til yndis­auka að full­nægju enda enn stór full­nægingar­gjá á milli kynjanna. Rann­­sóknir benda til þess að milli 65 til 90 prósent gagn­kyn­hneigðra kvenna hafi gert sér upp full­­nægingu alla vega einu sinni á lífs­­leiðinni og meiri­hluti þeirra sagðist gera það til að þóknast maka sínum.

„Við erum svo upp­­­tekin af sam­­förunum en rann­­sóknir sem hafa verið gerðar á þessu eru endur­­­tekið sam­­mála – undir þrjá­tíu prósentum kvenna geta fengið full­­nægingu í gegnum leg­­göng, með enga aðra örvun á snípnum, á meðan karlar fá full­­nægingu í rúm­­lega níu­tíu og sex prósentum til­­vika.“ Þar sannist enn og aftur að ekki sé öllum gerður greiði með því að ein­blína á sam­­farir.

Meg Ryan lék fullnægingu eftir með eftirminnilegum hætti í kvikmyndinni When Harry Met Sally.

Það er bara ein fullnæging

„Ein mýta sem ég tel að hafi á­hrif á þetta er til­­urð svo­kallaðrar leg­­ganga­full­­nægingar.“ Sig­­mund Freud gerði konum þann bjarnar­­greiða í byrjun tuttugustu aldar að lýsa því yfir að til væri tvenns ­­konar full­­næging kvenna, leg­ganga­full­næging og full­­næging vegna örvunar á sníp. „Leg­ganga­full­næging átti þá að vera fyrir þroskaðri konur á meðan sníps­full­nægingin var fyrir ó­­­þroskaðar konur og var þar með ó­­æðri full­­næging.“

Ás­laug segir þessa stað­hæfingu aug­­ljós­­lega ekki standast nánari skoðun. Snípurinn er þannig í laginu að í mörgum til­­vikum ör­vast hann við sam­­farir og það séu því ekki til ó­­líkar tegundir af full­­nægingu. „Það er bara til ein full­­næging. Punktur.“

„Það er bara til ein full­­næging. Punktur.“

Það sé þó al­­ger ó­­þarfi að ein­blína að­eins á full­­nægingu í kyn­lífi. „Maður getur vel stundað kyn­líf sem er á­­nægju­­legt án full­­nægingar.“ Þannig eigi mark­mið kyn­lífs ekki að vera kapp­hlaup til að fá full­­nægingu. „Full­­næging tekur um tvær til fimm sekúndur en kyn­líf varir mun lengur en það.” Að mati Ás­laugar er svo­lítið klikkað að láta tvær sekúndur af heildinni skil­­greina vel­­gengni kyn­lífsins.

Það sem gerir þig graða, glaða og fullnægða

„Gott kyn­líf er bara það sem maður sjálfur er sáttur við, það er hug­lægt og tengist ekki á neinn hátt því sem annað fólk gerir í sínu kyn­lífi.“ Þannig sé ekkert til sem heitir eðli­­legt kyn­líf „Það eina sem skiptir máli er hvað gerir þig graða, glaða og full­­nægða. Þar á fókusinn að vera.”
Fólk fær hug­­myndina um hið full­komna kyn­líf frá fjöl­­miðlum, kvik­­myndum og þjóð­­fé­laginu al­­mennt, að sögn Ás­laugar. Þessar hug­­myndir eigi sér sjaldan mikla stoð í raun­veru­­leikanum en það erfiðasta við starf kyn­lífs­ráð­gjafa sé að brjóta niður staðal­í­­myndir.

„Kyn­líf er bara alls­ konar og má vera alls ­­konar, það getur verið sam­­farir en það getur líka verið eitt­hvað allt annað en sam­­farir.“

Krister Blær Jónsson, varaformaður Ástráðs, telur ungmenni vera komin fram úr forledrum sínum í orðræðu um kynlíf og kynvitund.
Fréttablaðið/Anton Brink

Eitt­hvað hefur þó breyst í tímans rás og virðast ein­hverjar mýtur um kyn­líf vera á grafar­bakkanum að mati Kristers Blæs Jóns­­sonar, stjórnar­­manns í Ást­ráði, kyn­­fræðslu­­fé­lagi lækna­­nema. Ís­­lensk ung­­menni vita meira um kyn­líf en for­eldrar þeirra og nota þróaðri orða­­forða um kyn­líf og kyn­vitund en eldri kyn­­slóðir. Hins vegar fara þau frekar á netið eftir fróð­­leik en að tala við for­eldra sína um kyn­líf.

„Það kemur alltaf á ó­­vart hversu fróð þau eru. Þetta er fyrsta kyn­­slóðin sem aflar sér svo mikillar þekkingar á netinu en þau hafa flest alist upp við inter­netið og nýtt sér það síðan þau byrjuðu í skóla,“ segir Krister, en hann hefur farið í grunn- og fram­halds­­skóla landsins með kyn­­fræðslu. „Það er himinn og haf milli orð­ræðunnar sem tíðkast hjá nem­endum í dag og þegar ég var á þeirra aldri.“

Enn­þá tabú að ræða um kyn­líf heima

Þrátt fyrir að um­­ræðunni hafi fleygt fram virðist enn vera tabú að ræða um kyn­líf á heimilum landsins. „Það er ekki enn­þá orðin venja að krakkar leiti til for­eldra sinna þegar þau vilja spyrja spurninga um kyn­líf,“ segir hann. Frekar ræði ung­­menni hlutina sín á milli eða finni svör á veraldar­vefnum.

„Auð­vitað er hætta á því að ein­hverjar rang­hug­­myndir komi upp þegar staðan er þannig en ein­mitt þess vegna er svo gott að á­hrifa­valdar á borð við Sól­­borgu og Siggu Dögg séu að stíga fram og tala um kyn­heil­brigði, kyn­vitund og sam­þykki.“

„Þessi kyn­­slóð er með já­­kvæðari fyrir­­­myndir sem ræða um kyn­líf heldur en fyrri kyn­­slóð, sem fékk upp­­­nefnið klám­kyn­­slóðin á sínum tíma.“ Að mati Kristers hafa eldri kyn­­slóðir mögu­­lega liðið fyrir að hafa enga til að tala við um mál­efni sem tengjast kyn­lífi.

„Krakkarnir sem ég hef talað við átta sig til dæmis alveg á því að klám gefur ekki rétta mynd af kyn­lífi og geta þannig litið klám gagn­rýnni augum en fyrri kyn­­slóðir.“ Þannig geti þau bent á valda­ó­­jafn­­vægið sem ein­­kenni klám og gagn­rýna gjarnan hversu fá­tæk­­leg hand­­ritas­krif tíðkist á klám­­síðum. „Þau vita að kyn­líf getur verið alls ­­konar og ekki svona full­komið eins og það er látið líta út fyrri í klámi.“


Þegar við gefum dæmi um sex­­tuga konu sem hefur stundað mök með puttum og píkum alla sína ævi halda krakkarnir því oftast fram að konan hljóti að vera hrein mey


Líf­­seigar mýtur um mey­­dóm og svein­­dóm

Ein líf­­seigasta mýtan sem Krister hefur orðið var við í starfi sínu snýst um mey­­dóm og svein­­dóm – nefni­­lega að typpi og píka þurfi að koma við sögu til að stunda kyn­líf í fyrsta sinn. „Þegar við gefum dæmi um sex­­tuga konu sem hefur stundað mök með puttum og píkum alla sína ævi halda krakkarnir því oftast fram að konan hljóti að vera hrein mey,“ segir Krister. „Kyn­líf getur verið með píku og píku, eða rass og typpi, eða munni og kyn­­færum. Samt virðist mey- og svein­­dómurinn standa og falla með typpinu.“

Allir aldurs­hópar virðast að ein­hverju leyti vera gegn­­sýrðir af mýtunni um að kyn­líf sé sam­­farir en um­­ræðan hefur þó mjakast í gegnum kyn­slóðirnar. Kyn­­fræðarar virðast öll vera sam­­mála um að fólk þurfi opna um­­ræðuna um kyn­líf hvort sem það er við börnin sín, rekkju­nauta eða sjálfa sig.

Ljóst er að fólk mun aldrei hætta að hugsa um kyn­líf en tíminn er kominn til að tala um það líka.

Athugasemdir