Flestir hafa ef­laust heyrt um apa­bólu sem herjar nú á mann­kynið, en fæstir geta lík­lega sagt ná­kvæm­lega hvað apa­bóla er.

Jón Magnús Jóhannes­son, læknir og rann­sakandi skrifaði ný­verið á Vísinda­vefinn svar við spurningunni, hvað er apa­bóla?

Apa­bóla er sjald­gæfur smit­sjúk­dómur sem er land­lægur í nokkrum löndum mið-og vestur­hluta Afríku. Ef litið er til síðustu ára­tuga hafa flest til­felli greinst í Lýð­stjórnar­lýð­veldinu Kongó og Nígeríu.

Sjúk­dómurinn er vegna veiru­sýkingar en or­saka­veiran er apa­bólu­veira. Veiran smitast fyrst og fremst frá dýrum í menn og er því svo kölluð súna. Súnur eru sjúk­dómar sem eiga upp­runa sinn í dýrum en smitast á milli manna og dýra annað hvort beint eða ó­beint. Smit manna á milli er samt sem áður mögu­legt.

Sjúk­dóms­ferill apa­bólu í mönnum

Apa­bóla skiptist upp í tvo hópa, mið-afríku­hópur, CAC og vestur-afríku­hópur, WAC. Til þessa hefur verið talið að CAC veiran dreifist betur og geti valdið al­var­legri sjúk­dómum. Smit­leiðir tegundanna eru svipaðar, en talið er að CAC veiran dreifist betur utan Afríku.

Sjúk­dóms­ferill apa­bólu er skipt í fjóra hluta: með­göngu­tíma, hita­fasa, út­brot­fasa og batafasa. Það getur tekið fim til fjór­tán daga fyrir ein­kenni að koma fram og er það hin svo kallaði með­göngu­tími.

Eftir það kemur hita­fasinn, sem ein­kennist af hita, eitla­stækkanir, slapp­leika og þreytu. Þessi fasi varir oftast í einn til fjóra daga, en eftir hann koma út­brotin fram sem ein­kenna út­brots­fasann.

Út­brotin koma fram í 95 til 100 prósent til­fella og eru al­gengasta birtingar­form apa­bólu. Þessi fasi varir tvær til fjórar vikur. Út­brotin eru rauð­leitir, flatir blettir á húð, sem geta orðið upp­hleyptir blettir, blöðrur, opin sár og fleira.

Út­brotin byrja oftast á and­liti og dreifast þaðan yfir allan líkamann. Út­brot geta einnig myndast á slím­húð, til dæmis í enda­þarmi, kyn­færum og í munni.

Eftir það hefst batafasinn.

Er hægt að deyja af apa­bólu?

Flestir sem fá apa­bólu jafna sig að fullu, en fylgi­kvillar geta verið margir. Apa­bóla getur orðið að lífs­hættu­legri sýkingu og leitt til dauða. Tegund apa­bólu skiptir þá líka máli, en ef um er að ræða WAC veiru þá er eitt prósent þeirra sem smitast sem deyja, en í til­felli CAC veiru er hlut­fallið tíu prósent. Hins vegar skrifar Jón að þessar tölur eru fengnar úr löndum þar sem að­gengi að heil­brigðis­þjónustu, næringu og hreinu vatni oft veru­lega á­bóta­vant.

Margar á­stæður fyrir vaxandi til­fellum

Apa­bóla er al­mennt séð sjald­gæfur sjúk­dómur en hann hefur farið stig­vaxandi síðustu ár. Hugsan­legar or­sakir eru meðal annars eyðing skóga, lofts­lags­breytingar, stríð, fólks­flutningar og minnkandi ó­næmi gegn bólu­sótt eftir út­rýmingu sjúk­dómsins.

Sjúk­dómurinn hafði lengi vel að­eins náð festu í Afríku, en fyrir árið 2022 höfðu inn­flutt til­felli apa­bólu á­samt tak­markaðir dreifingu manna á milli að­eins greinst í fjórum löndum: Ísrael, Singa­púr, Bret­landi og Banda­ríkjunum.

Smit­leiðir sjúk­dómsins

Jón Magnús undir­strikar í svari sínu að apa­bólan berist sjaldan frá öpum í menn. Á­stæðan fyrir nafninu apa­bóla er ein­fald­lega sú að hún greindist fyrst í öpum árið 1958. Það geta margs­konar dýr, sér­stak­lega nag­dýr hýst veiruna og þaðan getur veiran borist á­fram í menn eða önnur dýr.

Apa­bóla smitast á milli manna með nokkrum leiðum:

  • Smit­leiðir eru dropa­smit og snerti­smit við náið sam­neyti.
  • Veiran getur einnig lifað lengi á þurru yfir­borði (mánuði/ár) og þannig borist með fatnaði, rúm­fötum eða hand­klæðum yfir í fólk.
  • Dropa­smit er frá öndunar­vegi þess sýkta (munn­vatn, hósti, hnerri) við náið sam­neyti en snerti­smit verða vegna vessa frá út­brotum við snertingu manna á milli eða með rúm­fötum, fatnaði o.þ.h. í gegnum húð og slím­húð.

Dreifing manna á milli hefur al­mennt verið lítil og með réttum smit­vörnum er auð­velt að hafa hemil á út­breiðslu sjúk­dómsins. Jón skrifar að dreifing á milli manna sé með sömu leiðum og hefur áður verið þekkt, en vekur at­hygli á því hver stór hluti til­fella er í karl­mönnum sem sofa hjá öðrum karl­mönnum. Talið er að það sé að­eins til­viljun að apa­bólan hafi borist til þessa til­tekna hóps, en sjúk­dómurinn dreifðist síðan með náinni snertingu sem fylgir kyn­lífi.

Allir geta fengið apa­bólu og náin snerting manna á milli dugar eitt og sér til að smitast. Ein­stak­lingur telst vera hættur að smita þegar heil­brigð húð hefur gróið yfir öll fyrri sár.

Greinina í heild sinni má lesa á Vísindavefnum.