Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður og for­maður Mið­flokksins, spurði Katrínu Jakobs­dóttur, for­sætis­ráð­herra, á Alþingi í dag hvaða að­gerðir ís­lensk stjórn­völd ætla fara í þegar búið er að bólu­setja alla þá sem eru eldri en 50 ára á Ís­landi.

Vísaði hann í því sam­hengi til yfir­lýsingar for­sætis­ráð­herra Dan­merkur sem hefur nú þegar til­kynnt opnunar­á­ætlun þegar búið er að bólu­setja alla sem eru 50 ára og eldri.

„En hvað ætla ís­lensk stjórn­völd að gera þegar til­teknum á­fanga er náð. Til dæmis þessum á­fanga að búið verði að bólu­setja þá sem eru eldri en 50 ára á Ís­landi?“ spurði Sig­mundur.

Katrín þakkaði Sig­mundi fyrir að vekja máls á þessu mikil­væga máli og sagði að ríkis­stjórnin hafi leitast við að leggja mat á það hvað það þýðir fyrir ís­lenskt sam­fé­lag þegar allir 60 ára aldri hafa verið bólusettir

„Það er ljóst að miðað við þær upp­lýsingar sem við höfum núna þá mun til að mynda þau tíma­mót þýða að á­hættan á al­var­legum veikindum, inn­lögnum og dauðs­föllum hún dregst veru­lega saman. Sem þýðir að við getum stigið á­kveðin skref til að draga úr sótt­varna ráð­stöfunum. Ný af­brigði hins vegar vekja okkur á­hyggjur og vekja líka Dönum á­hyggjur, sér­stak­lega þetta breska af­brigðið sem gögn virðast benda til að leggjast á ungt fólk í auknu mæli og valdið þar al­var­legum veikindum,“ sagði Katrín.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.

„Ef við miðum við að veiran hegði sér eins og hún hefur hingað til gert og leggist fyrst og fremst á eldri hóp þá mun það þýða veru­lega breytingu þegar 60 ára og eldri hafa verið bólu­sett. Þar sem ég er bara flagga hér eru þau gögn sem við erum að sjá frá öðrum löndum um að ný af­brigði leggist af auknum þunga á yngri hópa. Sem er eitt­hvað sem við þurfum að taka til­lit til í okkar á­ætlana­gerð,“ sagði Katrín enn fremur.

Katrín benti jafn­framt á að opnunar­á­ætlun Dan­merkur væri fjarri því frelsi sem við njótum á Ís­landi í dag einmitt vegna okkar skynsamlegu sóttvarnarráðstafnanna.

„Þá höfum við getað létt tak­mörkunum og höfum getað leyft okkur meira frelsi en nokkur önnur Evrópu­þjóð á undan­förnum mánuðum,“ sagði Katrín og lofaði að halda Alþingi og almenningi upplýstum um þessi mál.

Rússneska bóluefnið til skoðunar hjá heilbrigðisráðuneytinu

Sig­mundur spurði jafn­framt um að­gerðir ís­lenskra stjórn­valda til þess að verða sér út um bólu­efni utan samninga Ís­lands við ESB. Hann benti á því samhengi að meira að segja lönd innan ESB væru byrjuð að skoða að gera eigin samninga t.d. Danmörk og Austurríki.

Katrín benti Sig­mundi á að Ís­landi hafi skoðað mögu­leika á að fá bólu­efni frá lyfjarisanum Pfizer sem gekk ekki upp.

„Þeir samningar sem nú þegar eru í gildi í gegnum Evrópu­sam­bandið sem snúast um bólu­efni frá mörgum fram­leið­endum, þeir miða við þær upp­lýsingar sem við höfum og það verður allt sagt með þeim fyrir­vara að það geta komið snurða á þráðinn eins og nú hefur gerst í til­felli AstraZene­ca,“ sagði Katrín.

Þrátt fyrir þetta telur hún að Ís­land muni geta staðið við þær bólu­setningar­á­ætlanir sem hafa verið kynntar og að meiri­hluti lands­manna verði bólu­settur fyrir mitt ár.

„Við höfum að sjálf­sögðu verið að skoða önnur efni sem eru ekki inni í þessum Evrópu­samningum meðal annars efnið Spút­nik V, fram­leitt í Rúss­landi. Það hefur verið til sér­stakrar skoðunar á vegum heil­brigðis­ráðu­neytisins hvort unnt sé að bæta því inn í þessa þessi bólu­efni sem við erum að nýta en niður­staða er ekki fengin í það mál,“ sagði Katrín.

Hún jafn­framt full­vissaði Sig­mund um að verið væri að skoða allar mögu­legar leiðir til að flýta bólu­setningu en sa­gði að Ís­land væri auð­vitað líka öðrum háð. Til dæmis gæti komið eitthvað upp við fram­leiðslu efnanna og nefndi þar AstraZene­ca sem dæmi