Óskars­her­ferð Hús­víkinga er hvergi af baki dottin. Nú vinna í­búar í bænum að fram­leiðslu annars mynd­bands og leitað er sér­stak­lega eftir mann­mörgum fjöl­skyldum sem eru í sömu „páska­kúlunni“ til að taka þátt í hóp­senum í mynd­bandinu svo ekki þurfi að brjóta sótt­varnar­lög.

Þetta kemur fram í færslu sem Ör­lygur Hnefill Ör­lygs­son, hótel­stjóri á Húsa­vík og einn skipu­leggj­enda her­ferðarinnar, setti á Face­book í gær.

Fyrra mynd­bandið, sem gefið var út í byrjun þessa mánaðar, vakti at­hygli víða um heim en þar hvöttu Hús­víkingar Óskar­sakademíuna til að til­nefna lagið Husa­vik úr Net­flix-myndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga til Óskars­verð­launa.

Lagið hlaut til­nefninguna og nú er því komið að því að sann­færa Óskar­sakademíuna um að veita Husa­vik gull­manninn góð­kunna en verð­launa­af­hendingin fer fram í Los Angeles þann 25. apríl næst­komandi.