Einar Þor­steins­son, for­maður borgar­ráðs, mun eftir fund ráðsins kynna um til­lögur borgarinnar í dag­vistunar­málum. Kristín Tómasdóttir, foreldra og skipuleggjandi hústökuleikans, segir tillögurnar jákvæða byrjun en að það þurfi meira til.

„Við erum núna að fara inn á fund borgar­ráðs þar sem við munum ræða þær til­lögur sem við erum búin að vera að vinna að,“ sagði Einar í mötuneyti ráðhússions í morgun þar sem hústökuleikskólanum hefur verið komið upp og að tillögurnar yrði kynntar strax eftir fund.

Hann sagði að það sem væri verið að ræða núna væru eins­konar bráða­að­gerðir og en að það yrði haldið áfram að vinna í dagvistunarmálum borgarinnar.

Einar Þorsteinsson ræddi við foreldra og sagði að tillögurnar yrðu formlega kynntar í hádeginu.
Fréttablaðið/Ernir

Segir þurfa meira en tillögurnar sem liggja fyrir

Fjöldi for­eldra var mættur og sagði skipu­leggjandi mót­mælanna Kristín Tómas­dóttir að þau væru að halda á­fram sínum þrýstingi á borgar­ráð að fá dag­vistun fyrir börn sín.

Spurð hvort eitt­hvað hefði gerst frá því að for­eldrar mættu fyrst til mót­mæla í síðustu viku sagði Kristín að borgar­ráð væri komið með til­lögur sem ætti að mæta þeim þrýstingi.

Hún sjálf hefur fengið til­lögurnar og segir að þær boði gott og sýni að það er vilji til að grípa til að­gerða.

„Ég er svekkt að það hafi þurft þrýsting til að hrinda því í fram­kvæmd. Ung­barna­for­eldrar hafa margt annað við tíma sinn að gera en að vera hér að mót­mæla og þrýsta á sjálf­sagða grunn­þjónustu en fyrst svona er komið þá er ég fegin að þau bretti upp ermar og geri það sem þarf og meira til. En það þarf meira en þessar til­lögur,“ sagði Kristín.