Hussein Hussein, hælisleitandi frá Írak og fjölskylda hans eru komin aftur til Íslands. Hérðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að brottvísun þeirra frá Íslandi til Grikklands hefði ekki verið lögleg.
Albert Björn Lúðvíksson, lögfræðingur á lögmannstofunni Claudia & Partners staðfesti að fjölskyldan væri komin til landsins.
Clauda Wilson, lögmaður fjölskyldunnar var að við það að stíga inn á fund til þess að kynna þeim niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þegar Fréttablaðið náði tali af Alberti á lögmannsstofunni.
„Grundvöllur brottvísunar var ekki löglegur. Þau voru að mati Kærunefndar Útlendingamála talin hafa tafið mál sitt og dómari kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ósannað. En jafnvel þótt fallist hefði verið á það þá væri sú töf óveruleg og minniháttar og að Íslenska ríkið bæri ábyrgð á þessari málsmeðferð og þeim töfum sem hefði orðið,“ sagði Albert.
Umdeild brottvísun
Brottvísun Hussein Hussein hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarið en greint hefur verið frá því að fjölskyldunni hafi gengið erfiðlega að fá heilbrigðisþjónustu og húsaskjól í Grikklandi.
Hussein og fjölskylda hans fóru í mál við Útlendingastofnun og íslenska ríkið og hafa uppskorið sigur í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Ákvörðun um áfrýjun er í höndum ríkislögmanns sem fer með málið fyrir hönd íslenska ríkisins.
Fréttin hefur verið uppfærð