Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu barst klukkan tíu í gærkvöld tilkynning um líkamsárás í Seljahverfi í Reykjavík. Þar hafði hópur ungmenna gert dyraat og húsráðandi hlóp út á eftir geranda og hélt henni þangað til lögregla kom á vettvang. Málið var tilkynnt til barnaverndar.

Tvær til­kynningar bárust vegna í­kveikju í pappa­gám ein um klukkan 21 og önnur klukkan 23 í Breið­holti. Gerandi er ó­kunnur kemur fram í dagbók lögreglu.

Skömmu fyrir klukkan níu var lög­reglu til­kynnt um um­ferðar­ó­happ í Mos­fells­bæ, öku­maður var grunaður um akstur undir á­hrifum á­fengis og vímu­efna. Hann var vistaður í fanga­geymslu til morguns.

Frá klukkan sjö í gær­kvöld til klukkan fimm í morgun voru fjöru­tíu og fimm mál skráð hjá lög­reglu og gista fimm fanga­geymslu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.