Fimm kyrkis­löngur gætu brátt spókað sig um í Fjöl­skyldu-og hús­dýra­garðinum en Um­hverfis­stofnun hefur veitt leyfi til inn­flutnings á þeim til sýningar þar. Þetta kemur fram í Morgun­blaðinu í dag.

Þar kemur fram að Um­hverfis­stofnun hafi leitað um­sagnar sér­fræðinga­nefndar um framandi líf­verur, við um­fjöllun um um­sóknina. Þá hafi er­lendur sér­fræðingur verið fenginn til að vinna á­hættu­mat.

Niður­staðan sú að úti­lokað væri að um­rædd tegund kyrkis­langa, Pyt­hon regius, gæti lifað af úti í náttúru Ís­lands. Tegundin er upp­runin í Vestur-Afrík og þurfa skil­yrði líkt og þar að finnast, hita­stig ekki lægra en 21 gráða og 50 prósent raki.

Haft er eftir Þor­keli Heiðars­syni, verk­efnis­stjóra hjá Fjöl­skyldu-og hús­dýra­garðinum að reynt hafi verið að flytja inn kyrkis­löngur árið 2008 auk annarra slangna. Það hafi fallið um sjálft sig þar sem slöngurnar reyndust sýktar. Alltaf hafi verið á dag­skránni að reyna aftur.