Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brást við beiðni um aðstoð vegna húsbrots og hótana á Kjalarnesi rétt eftir tíu í gærkvöldi. Þar var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn og hann svo færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Alls voru 40 mál bókuð á tímabilinu frá fimm í gær til fimm í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Klukkan tíu var tilkynnt um tilraun til innbrots í heimahús í Garðabæ. Málið er í rannsókn.

Fjórir ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum, þar af var einn handtekinn og vistaður í fangageymslu, en sá var undir áhrifum bæði áfengis og annarra vímuefna. Hinir þrír voru látnir lausir eftir skýrslutöku, en einn þeirra var einnig að aka sviptur ökuréttindum.