Lagið Husa­vik - My Home Town úr myndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga með Will Ferrell og Rachel McAdams í aðalhlutverkum hefur verið til­nefnt til Óskars­verð­launa sem besta upp­runa­lega lag í kvik­mynd.

Það vakti at­hygli í upp­hafi mánaðar þegar Hús­víkingar settu af stað sína eigin Óskars­her­ferð í þeim til­gangi að hvetja Óskar­sakademíuna til að til­nefna lagið. Her­ferðin hefur greini­lega skilað sér og eru Hús­víkingar nú einu skrefi nær því að koma verð­launa­gripnum heim í Þing­eyjar­sýsluna.

Til­nefningin skiptir sköpum fyrir Húsa­vík

„Ég er grátandi núna. Þetta er ó­trú­legt!“, segir Ör­lygur Hnefill Ör­lygs­son, hótel­stjóri á Húsa­vík og einn af skipu­leggj­endum Óskars­her­ferðarinnar.

„Ég held að fólk hafi ekki hug­mynd um hversu miklu máli þetta skiptir fyrir svona lítinn stað, þessi kynning sem er að fara að koma núna“, bætir Ör­lygur við.

Ör­lygur fylgdist með beinni útsendingu af tilnefningunum á­samt öðrum Hús­víkingum á stóru tjaldi inni á Húsa­vík Cape Hotel. Hann segir bæjar­búa vera alveg í skýjunum með til­nefninguna og segir það greinilegt að herferðin hafi haft tilætluð áhrif.

„Þetta skilaði tölu­verðu, alla­vega vorum við ekki á listunum fyrir rúmri viku síðan, spálistunum. Svo þegar mynd­bandið kom fórum við að detta inn, þannig það hefur alla­vega haft ein­hver á­hrif,“ segir Ör­lygur og bætir við að nú hefjist næsti liður Óskars­her­ferðarinnar sem er að sann­færa akademíuna um að veita laginu verð­launa­gripinn eftir­sótta.

Óskars­verð­launin verða af­hend í 93. skipti þann 25. apríl næst­komandi.

Fréttin hefur verið upp­færð.