Dæmi eru um að greiðslubyrði leigusamninga sé yfir 70 prósent af ráðstöfunartekjum fólks að því er fram kemur í nýrri skýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar.

Nýlega setti Seðlabanki Íslands reglur um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur einstaklinga. Samkvæmt þeim skal hámark nýrra fasteignalána vera 35 prósent af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum og 40 prósent fyrir fyrstu kaupendur.

Engar slíkar reglur eru til á leigumarkaði og leggur VR til að stjórnvöld setji samræmdar reglur um það, í ályktun sem stjórn og Húsnæðisnefnd VR, sendu frá sér vegna málsins þar sem lagt er til að stjórnvöld setji samræmdar reglur hvort sem landsmenn búi í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði þannig að húsaleiga geti ekki farið upp fyrir skilgreint hámark af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum.