Dular­full sprenging eða skjálfti átti sér stað í Hval­firði um hálf sjö­leytið í kvöld. Í­búar lýsa „svaka­legri sprengingu" en enn er ekki vitað hvað olli henni eða hvað gerðist ná­kvæm­lega. Lítill jarð­skjálfti mældist á jarð­skjálfta­mælum Veður­stofunnar, sem hefur haft sam­band við Al­manna­varnir. RÚV greinir frá.

Jóhanna Harðar­dóttir sem býr undir Akra­fjalli í Hval­firði segist hafa fundið fyrir svaka­legri sprengingu.

„Þetta var ekkert smá dúndur. Ég hringdi til vina­fólks hinum megin í firðinum og þau voru komin út á hlað til að at­huga hvað væri eigin­lega í gangi,“ segir hún og bætir við að hún hafi ekki séð neitt at­huga­vert.

Annar íbúi sem RÚV ræddi við segist hafa fundið mikla sprengingu og segir húsið sitt hafi nötrað.

Hvorki slökkvi­lið né lög­regla kannast við málið og Neyðar­línunni hefur enn ekki borist neinar á­bendingar. Þá segjast starfs­menn Norður­áls á Grundar­tanga ekki kannast við málið heldur.

Jarð­skjálfti að stærð 0,4 greindist á mælum Veður­stofu Ís­lands klukkan 18:24 í kvöld. Náttúru­vá­r­sér­fræðingur veður­stofunnar sem RÚV ræddi við segir það ó­venju­legt því skjálftar mælist ekki oft á þessu svæði og segist hafa látið Al­manna­varnir vita.