Hung­ur­sneyð á heims­vís­u hef­ur auk­ist ver­u­leg­a í Co­vid-19 heims­far­aldr­in­um og mæld­ist aukn­ing­in á síð­ast­a ári sú sama og á ár­un­um fimm þar áður. Sam­kvæmt nýrr­i skýrsl­u mat­væl­a- og land­bún­að­ar­stofn­un­ar Sam­ein­uð­u þjóð­ann­a er ver­u­leg hætt­a á því að mark­mið­ið um að út­rým­a hung­ur­sneyð á heims­vís­u fyr­ir árið 2030 ná­ist ekki. Heilt yfir hafi á bil­in­u 720 til 811 millj­ón­ir á heims­vís­u glímt við hung­ur­sneyð á síð­ast­a ári en til sam­an­burð­ar glímd­u 650 millj­ón­ir við hung­ur­sneyð á heims­vís­u árið 2019.

Skýrsl­an sem er unn­in í sam­starf­i við Al­þjóð­a­heil­brigð­is­mál­a­stofn­un­in­a, WHO, sýn­ir fram á það að af þeim 720 til 811 millj­ón­um sem glímd­u við hung­ur­sneyð á síð­ast­a ári komu flest­ir frá Asíu eða 418 millj­ón­ir og kom Afrík­a næst með 282 millj­ón­ir.

Hlut­falls­leg­a glím­a flest­ir við fæð­u­skort í Afrík­u þar sem 21 prós­ent glím­a við skort en í Asíu er það níu prós­ent, ör­lít­ið lægr­a en í Mið- og Suð­ur-Amer­ík­u þar sem 9,1 prós­ent glím­a við hung­ur­sneyð.

Um leið kem­ur fram að tæp­leg­a 2,4 millj­arð­ur manns á heims­vís­u sé ekki með ör­uggt að­geng­i að næg­i­leg­a nær­ing­ar­rík­um mat á síð­ast­a ári sem er aukn­ing um 320 millj­ón­ir mill­i ára eða um fimm­tán prós­ent aukn­ing. Þar tel­ur með­al ann­ars inn í að 370 millj­ón­ir barn­a hafi ekki haft að­gang að skól­a­mál­tíð­um þar sem skól­a­starf hef­ur víða leg­ið niðr­i í heims­far­aldr­in­um.

Þá er þess get­ið í skýrsl­unn­i að á­hrif hnatt­hlýn­unn­ar sé að­eins til að auka á­hrif hung­ur­sneyð­ar í fá­tæk­ar­i lönd­um heims­ins, þrátt fyr­ir að þau séu ekki með sömu meng­un og stærr­i og rík­ar­i þjóð­ir.