Pomeranian-hundurinn Boo er dauður. Hann var 12 ára þegar hann drapst í morgun. Hundurinn hefur undanfarin ár vakið athygli á samfélagsmiðlum. BBC er á meðal þeirra alþjóðlegu miðla sem sagt hafa frá dauða hans. Það ber frægð hans vitni.

Á Facebook-síðu hundsins lýsa eigendurnir þeirri skoðun sinni að hundurinn hafi drepist vegna hjartavandamála sem eigi rætur sínar að rekja til þess að „besti vinur hans“ drapst 2017. Eigendurnir virðast trúa því af einlægni. „Við teljum að hjarta hans hafi brostið þegar Buddy yfirgaf okkur.“ 

Þess má geta að hundar verða alla jafna ekki mikið eldri en 12-14 ára.

16 milljónir fylgdu Boo að máli á Facebook. Hann kom fram í sjónvarpi auk þess sem nafn hans var notað til bókaútgáfu. Bókin hét Boo - the life of the world's cutest dog.

Vinurinn Buddy drapst 14 ára en hundarnir bjuggu saman í 11 ár. „Við vitum að Buddy var sá fyrsti til að taka á móti honum, handan regnbogans. Þeir hafa sennilega ekki verið glaðari í langan tíma,“ skrifa eigendurnir.