Óskað var eftir að­stoð lög­reglu í Laugar­dal á sjötta tímanum í gær vegna hunds sem hafði stokkið á skokkara og bitið hann í lærið.

Í skeyti frá lög­reglu kemur fram að skokkarinn hafi hlotið minni­háttar á­verka en Mat­væla­stofnun verður til­kynnt um at­vikið.

Nokkrir öku­menn voru teknir úr um­ferð vegna gruns um akstur undir á­hrifum á­fengis og/eða vímu­efna. Einn var þar að auki á stolinni bif­reið.

Þá var einn öku­maður hand­tekinn eftir að hafa lent í um­ferðar­slysi í Hafnar­firði. Maðurinn er sagður hafa „rústað“ bif­reið sinni með því að aka henni utan í gröfu. Hann fékk að­hlynningu á Land­spítala og var síðan vistaður í fanga­geymslu.