Fimm hundum var bjargað úr brennandi húsi við Akrakór í Kópavogi í gær en sex aðrir hundar drápust í brunanum.

Að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bárust þær fregnir í dag að hundarnir fimm brögguðust vel.

Voru dýrin meðvitundarlaus þegar þeim var bjargað í gær og öndunarbelgir nýttir til að gefa þeim súrefni og hjálpa þeim að anda. Í kjölfarið voru þeir fluttir á dýraspítala.

Rannsókn á eldsupptökum stendur enn yfir en fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að talið sé að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnstæki.

Allt til­tækt slökkvilið var kallað til þegar tilkynning barst um eldinn klukkan 14:46 í gær. Íbúðin, sem var á neðri hæð tveggja hæða húss, var mannlaus.

Eins og fram hefur komið var fimm hundum bjargað úr brennandi húsi í Kópavogi í gær. Þegar dýrunum var bjargað...

Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Wednesday, October 28, 2020