Yfir­völd í Úkraínu hafa greint frá því að Rússar hafa skotið fjöl­mörgum flug­skeytum um allt land, meðal annars á höfuð­borgina Kænu­garð. The Guar­dian greinir frá þessu.

Loft­varna­flautur dynja í flestum bæjum og borgum Úkraínu, en um er að ræða nýjustu árás Rússa á inn­viði í Úkraínu. Rússar hafa látið flug­skeytin dynja yfir Úkraínu­menn undan­farnar vikur. Andri­y Yer­mak, yfir­maður starfs­liðs for­seta Úkraínu hefur biðlað til al­mennings að hundsa ekki loft­varna­flauturnar.

Yuri­y I­hnat, her­foringi í úkraínu­her segir að Rússar hafi nú þegar hafið á­rásina, en ekki er vitað um neinar skemmdir eða mann­fall á þessari stundu.

Sam­kvæmt heimildum The Guar­dian skutu Rússar meira en 100 loft­skeytum. Ein­hverjar hafa nú þegar hæft skot­mörk í Úkraínu, en búist er við að annarri öldu flug­skeyta seinna í dag.

Að sögn fjöl­miðla í Úkraínu hefur úkraínu­her tekist að skjóta niður fjölda flug­skeyta í Kharkiv, Dnipropetrovks og í Poltava.

Fréttin hefur verið uppfærð.