Alls bíða 150 tonn af bændaplasti eftir að vera endurunnin í móttökustöð Flokku ehf. á Sauðárkróki. Fyrirtækið vill flytja plastið til Hveragerðis í verksmiðju Pure North Recycling þar sem íslenskt hugvit er nýtt við endurvinnslu plastsins með umhverfisvænum orkugjöfum. Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar hafnaði beiðni um að sveitarfélagið styrkti flutninginn til Hveragerðis.

Vísaði nefndin beiðninni til afgreiðslu hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Úrvinnslusjóður, sem á að skapa skilyrði fyrir endurnýtingu úrgangs og endanlega förgun spilliefna, hefur áður neitað að koma til móts við kostnaðinn og hækka flutningsjöfnuð sem samsvarar flutningi frá Sauðárkróki til Hveragerðis.

Flokka ehf. sem þjónustar Skagafjörð situr því uppi með 150 tonn af bændaplasti frá svæðinu á sama tíma og Pure North Recycling vantar hráefni í verksmiðjuna. Það er því komin upp pattstaða þrátt fyrir nýsamþykkta löggjöf um hringrásarkerfið sem styður við aukna flokkun og endurvinnslu úrgangs.

Málið snýst um krónur og aura því samvæmt bréfi sem Flokka ehf. sendi nefndinni kemur fram að Pure North Recycling fái endurvinnslugjaldið frá Úrvinnslusjóði og þeir séu tilbúnir að greiða 10 krónur fyrir kílóið fyrir að skila efninu inn til þeirra. Fyrirtækið spyr því hvort sveitarfélagið sjái sér fært að taka yfir og greiða 15 krónur fyrir kílóið til að standa undir flutningskostnaði.

Nefndin telur þetta vera óeðlilega mismunun á flutningskostnaði sem réttast væri að Jöfnunar- og Úrvinnslusjóðir kæmu að.

Það sitja því 150 tonn af bændaplasti hjá Flokku en samkvæmt bréfi Flokku ehf. eru flestir erlendu aðilarnir ýmist hættir eða að hætta að taka við bændaplasti frá Íslandi og erfitt er að flytja plastið til útlanda. Þess má geta að Alþingi samþykkti skýrslubeiðni níu alþingismanna um úttekt ríkisendurskoðanda á starfsemi Úrvinnslusjóðs.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem einmitt mælti fyrir hringrársarfrumvarpinu, bendir á að Úrvinnslusjóður sé með flutningsjöfnunarkerfið til heildstæðrar endurskoðunar og vonast eftir því að sú vinna verði farsæl. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að endurvinna sem allra mest af þeim úrgangi sem til fellur og gera það sem næst upprunastað. Það er að segja, það er betra ef við getum gert það hérna heima heldur en að senda hráefnin úr landi,“ segir Guðmundur.

Guðmundur Ingi er þeirrar skoðunar að endurvinna eigi sem allra mest af úrgangi sem til fellur.
Fréttablaðið/Anton Brink

Það sitja því 150 tonn af bændaplasti hjá Flokku en samkvæmt bréfi Flokku ehf. eru flestir erlendu aðilarnir ýmist hættir eða að hætta að taka við bændaplasti frá Íslandi og erfitt er að flytja plastið til útlanda. Þess má geta að Alþingi samþykkti skýrslubeiðni níu alþingismanna um úttekt ríkisendurskoðanda á starfsemi Úrvinnslusjóðs.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem einmitt mælti fyrir hringrásarfrumvarpinu, bendir á að Úrvinnslusjóður sé með flutningsjöfnunarkerfið til heildstæðrar endurskoðunar og vonast eftir því að sú vinna verði farsæl. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að endurvinna sem allra mest af þeim úrgangi sem til fellur og gera það sem næst upprunastað. Það er að segja, það er betra ef við getum gert það hérna heima heldur en að senda hráefnin úr landi,“ segir Guðmundur.