Rúm­lega 200 manns á sótt­kvíar­hótelum í Ástralíu hafa verið hvattir til þess að fara í HIV próf eftir að yfir­völd hafa viður­kennt að hafa notað sama blóð­skimunar­búnað fyrir tugir gesta.CNN greinir frá.

Í til­kynningu frá heil­brigðis­yfir­völdum í Viktoríu­ríki kemnur fram að yfir­völd ætli sér að hafa sam­band við 243 sem undir­gengust blóð­sykurs­próf fyrir 20. ágúst síðast­liðinn þar sem hætta er á smitum á ýmsum blóð­bornum smitum.

Ástralir lokuðu landa­mærum sínum í mars síðast­liðnum og þurfa allir er­lendir borgarar að greiða 3000 ástralska dollara, eða því sem nemur rúmum 300 þúsund ís­lenskum krónum, fyrir gistingu í tvær vikur í sótt­kvíar­búðum.

Síðan þá hafa þúsundir ferða­langa ferðast til landsins og gist á slíkum hótelum, án þess þó að tekið hafi verið blóð­sykur­próf hjá þeim öllum. Búnaðurinn sem um ræðir taka blóð­dropa úr fingur­gómum fólks og er hver búnaður einungis hannaður til prófunar á einni mann­eskju.

Um tuttugu þúsund til­felli af CO­VID-19 sjúk­dómnum hafa greinst í Viktoríu ríki. 800 manns hafa látist. Þar eru lang­flest til­vik í Ástralíu.

Í til­kynningu heil­brigðis­yfir­valda er full­yrt að á­hættan á því að blóð­bornir sjúk­dómar líkt og lifrar­bólga B og C auk HIV hafi borist á milli sé lítil. For­seti lækna­sam­taka Ástralíu, Omar Khors­hid gagn­rýnir yfir­völd hins­vegar harð­lega vegna mis­takanna. „Þetta er enn einn á­fellis­dómur yfir þessu kerfi,“ segir Khors­hid og á þar við mót­töku er­lendra ferða­manna í landinu.