Hundruð al­mennra borgara eru sagðir vera enn þá fastir í Azovs­tal verk­smiðjunni, þrátt fyrir rýmingar­á­ætlun til að koma al­mennum borgurum burt úr verk­smiðjunni hafi verið sett af stað í gær. Á­ætlunin var unnin í sam­starfi við yfir­völd í Úkraínu og Rúss­landi.

Denys Shlega, yfir­maður verk­smiðjunnar, segir að þrátt fyrir að nokkrir al­mennir borgarar hafi yfir­gefið verk­smiðjuna, séu enn þá hundruð manns enn þá fastir í henni. Shlega sagði Rússa hafa byrjað á­rásir á verk­smiðjuna aftur.

„Um leið og síðasta manneskjan yfir­gaf verk­smiðjuna var byrjað að skjóta úr alls­kyns vopnum,“ sagði Shlega í samtali við BBC.

Al­mennum borgurum var að­stoðað að flýja af full­trúum Sam­einuðu þjóðanna og Rauða krossins. Fyrsti hópur frá verk­smiðjunni er sagður komast á svæði stjórnað af Úkraínu seinna í dag.

Rúss­neskir fjöl­miðlar segja að 500 manns séu enn þá stað­settir í verk­smiðjunni. Fólk hefur verið inn­lyksa í verk­smiðjunni í tæp­lega hálfan mánuð en borgin hefur nú verið um­setin í margar vikur. Í fyrra­kvöld tókst nokkrum al­mennum borgurum að sleppa úr verk­smiðjunni í fyrsta sinn.