Mörg hundruð hafa verið handtekin í Hong Kong á mótmælum gegn nýjum öryggislögum sem kínversk yfirvöld samþykktu í gær. Greint er frá þessu á vef Guardian en þar kemur fram að minnst 370 manns hafi verið handtekin í aðgerðum lögreglu.

Kínversk stjórnvöld samþykktu umdeild öryggislög í gær, þvert á vilja íbúa Hong Kong, og tóku þau gildi í dag. Samkvæmt lögunum er nú refsivert í Hong Kong að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda.

Hong Kong hefur verið sjálfstjórnunarhérað frá því að Bretar skiluðu því árið 1997 með eigin stjórn, stjóarhætti og laga kerfi.

Mótmælendur telja að Kommúnistaflokkurinn séu að leggja til atlögu gegn sjálf­stjórn Hong Kong en Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, segir lögin ekki hafa áhrif á hafa áhrif á frelsi íbúa.

Lögreglan beitti táragasi og háþrýsti- dælum til að dæla vatni á mótmælendur sem og blaðamenn á svæðinu.