Svo margir voru mættir í morgun fyrir utan Laugar­dals­höll áður en bólu­setningar hófust, með ekkert boð í bólu­setningu, að heilsu­gæslan sá sig knúna til að senda út til­kynningu í morgun. Þetta segir Ragn­heiður Ósk Er­lends­dóttir, fram­kvæmda­stýra hjúkrunar hjá Heilsu­gæslunni.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá kom fram í stuttri til­kynningu frá heilsu­gæslunni í morgun að mun meiri á­sókn væri í bólu­efni AstraZene­ca en búist hefði verið við. Því var tekið fram að þeir sem ekki hefðu fengið boð gætu mætt í dag eftir kl. 14:00 en ekki fyrr.

Líkt og sjá má er röðin löng fyrir utan höllina.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

„Þegar við opnuðum í morgun voru mjög margir komnir sem voru ekki með boð,“ segir Ragn­heiður. Heilsu­gæslan hefði áður gefið boð um að þeir væru vel­komnir sem hefðu fengið AstraZene­ca fyrir fjórum vikum eða meira ef þeir væru að fara er­lendis til dæmis.

„En við áttum bara ekki von á þessum of­boðs­lega fjölda. Það voru mörg hundruð manns mættir og ætluðu að komast í bólu­setningu, ekki með boð,“ segir Ragn­heiður. Allir sem hafi fengið boð í bólu­setningu í dag hafi fengið AstraZene­ca fyrir 8-9 vikum.

„Þeir eru með boð og við tökum þá fram fyrir. Hinir verða að bíða og koma eftir klukkan tvö ef það verða af­gangs­skammtar,“ segir Ragn­heiður.

Virknin er meiri í AstraZene­ca bólu­efninu eftir því sem lengra líður á milli bólu­setninga. „Þannig við viljum ein­dregið hvetja fólk til að koma eftir átta vikur og þá fær það að sjálf­sögðu boð.“

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari