Erlent

Hundruð í haldi lög­reglu og tugir særðir eftir hörð mót­mæli

Enn er mótmælt á götum Parísar. Lögregla hefur beitt táragasi og gúmmíhúðuðum stálkúlum á mótmælendur, sem mótmæla stefnu Emmanuels Macron Frakklandsforseta.

Lögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur. Fréttablaðið/EPA

Franska lögreglan hefur beitt gúmmíhúðuðum stálkúlum og táragasi gegn mótmælendum í París í dag. Fjórar vikur eru frá því hörð mótmæli hófust gegn frönskum stjórnvöldum. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Allt að átta þúsund mótmælendur söfnuðust saman í miðborg Parísar í dag til þess að mótmæla stefnu franskra stjórnvalda. Þá var mótmælt víðs vegar um Frakkland, í borgum á borð við Lyon, Marseille og Grenoble. Mótmælendum í París var mætt af hörku, fimm hundruð eru í haldi lögreglu og að minnsta kosti 55 eru særðir. 

Mótmælin hófust þann 17. nóvember síðastliðin þegar hópur fólks safnaðist saman, flestir íklæddir gulum endurskinsvestum, til þess að mótmæla fyrirhuguðum eldsneytishækkunum. Frönsk yfirvöld hafa nú ákveðið að víkja frá fyrirhuguðum hækkunum, en mótmælin hafa haldið áfram. Mótmælendur eru afhuga stefnu Emmanuels Macron, forseta Frakklands, í hinum ýmsu málum og segja hann vera í litlum tengslum við raunveruleika almúgans.

Síðasti laugardagur var sá öfgafyllsti til þessa, kveikti hópur mótmælenda í París í bílum og unnu skemmdir á Sigurboganum. Lögregla mætti mótmælendum með táragasi og var fjöldi handtekinn. Mikill viðbúnaður var því í París í dag vegna fyrirhugaðra mótmæla og óttuðust margir að þau yrðu með sama sniði og fyrir viku. 8000 lögreglumenn ásamt 12 herbúnum bílum voru reiðurbúnir í miðborg Parísar í morgun. 

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hefur hópur mótmælenda haldið áfram í sama takti og síðasta laugardag, brotist inn í búðir og kveikt í bílum. Mótmælendur hafa haldið sig í miðborginni en með kvöldinu hefur hópur þeirra fært sig frá breiðstrætinu Champs-Elysées og í nærliggjandi götur þar sem búðargluggar hafa verið brotnir og kveikt hefur verið í bílum. 

Frá götum Parísar fyrr í dag. Fréttablaðið/EPA

Lögregla hefur sem fyrr segir beitt gúmmíhúðuðum stálkúlum, táragasi og öflugum vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum. 

Á myndskeiði má sjá hvernig mótmælandi er skotinn í bakið með slíkri gúmmíkúlu þar sem hann stendur fyrir framan lögreglu, með hendur upp í loft. Þá hafa þrír blaðamann einnig orðið fyrir slíkum kúlum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

R Kel­ly á­kærður fyrir tíu kyn­ferðis­brot

Venesúela

Maduro lokar landamærum við Brasilíu

Japan

Stríða við mislingafaraldur í Japan

Auglýsing

Nýjast

Hag­fræði­stofnun svarar að­finnslum á hval­veiði­skýrslu

Maðurinn á brúnni bæði „and­lega og líkam­lega veikur“

Lögreglunni sigað á húseiganda

Gaf lög­reglu upp rangt nafn

Kiddi klaufi og Guð­rún frá Lundi vin­sælust á bóka­söfnum

Net­verjar púa á nýja Mið­flokks­þing­menn

Auglýsing