Al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra og em­bætti land­læknis hafa boðað til upp­lýsinga­fundar klukkan 14 í dag en um er að ræða hundraðasta upp­lýsinga­fundinn frá því að CO­VID-19 far­aldurinn braust út hér á landi. Sýnt verður beint frá fundinum á Face­book síðu Al­manna­varna.

Á fundinum munu Víðir Reynis­son yfir­lög­reglu­þjónn og Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir fara yfir stöðuna þegar kemur að CO­VID-19 hér á landi. Þá verður Már Kristjáns­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma­deildar Land­spítala, vera gestur á fundinum.

Samkvæmt upplýsingum á covid.is frá því í gær eru 114 manns í einangrun með virkt smit og 962 í sóttkví. Nýjar upplýsingar verða birtar klukkan 11 í dag.