„Þetta er á leiðinni í samt horft núna,“ segir varðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum um ástandið í samtali við Fréttablaðið. Lögreglumenn hafi sinnt um hundrað útköllum í morgun þar sem bílar sátu fastir um allan bæ.

„Fólk sem lagði af stað til vinnu snemma lentu í því að vera fyrir öðrum bílum og illa dekkjaðir bílar voru sumir stopp heillengi.“ Töluverðar tafir mynduðust í umferðinni Vegagerðin og starfsmenn RNB hafa nú rutt flestar leiðir.

Þá voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn í vanda og auka mannskapur var kallaður út hjá lögreglunni.