Hundrað ára gamall maður í Þýska­landi hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa starfað sem fanga­vörður í út­rýminga­búðum nas­ista á tímum seinni heims­styrj­aldar. Sky News greinir frá.

Maðurinn, sem er 101 árs gamall var síðast­liðinn fimmtu­dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild að 3518 morðum. Hann var sak­­að­­ur um að hafa tek­­ið þátt í „af­t­ök­­u af­t­ök­­u­sv­eit­­ar á sov­­ésk­­um stríðs­­föng­­um árið 1942“ og að hafa myrt fang­­a „með eit­­ur­g­as­­in­­u Zykl­­on B“, sem not­­að var í gas­­klef­­um. Nafn hans hef­­ur ekki ver­­ið gef­­ið upp í sam­r­æm­­i við þýsk per­­són­­u­v­ernd­­ar­l­ög

Hann hafði neitað fyrir að hafa starfað sem SS fanga­vörður í Sach­sen­hausen út­rýminga­búðunum á árunum 1942 til 1945. Lög­menn mannsins sögðu ekkert sanna að hann hafi tekið þátt í að myrða fanga.

Sak­sóknarar í málinu höfðu undir höndunum skjöl sem sönnuðu það að maðurinn hafði starfað í út­rýminga­búðunum og var fimm ára fangelsis­dómur stað­festur yfir honum. Dómarinn í málinu sagði að maðurinn hafi fús­lega stutt fjölda­út­rýmingar á föngum í búðunum.

Sach­sen­hausen út­rýminga­búðirnar voru stofnaðar árið 1936 og voru um 200 þúsund manns í haldi í búðunum til loka stríðsins árið 1945. Talið er að 40 til 50 þúsund manns hafi látist í búðunum.