Hin breska Marjorie Rigby, sem er 102 ára gömul, segir það hafa verið mikinn létti að finna loks grafreit stúlkubarnsins síns sem fæddist andvana árið 1946. Fjallað var um málið í þætti BBC North West Tonight.

Þrátt fyrir að hún hafi vitað að dóttir sín væri látin þá fannst Majorie eins og hún ætti að fylgja henni til grafar, en í 76 ár vissu hún ekki vitað hvar dóttir sín var grafin.

Hún lýsir því sem miklu áfalli, að fá ekki að jarða dóttur sína. „Mér var bara komið aftur í herbergið mitt og skilin eftir,“ segir Marjorie. „Enginn kom aftur til að ræða við mig um hvernig ég ætti að halda lífi mínu áfram.“

Þá segir hún að hún hafi verið send heim tveimur vikum eftir fæðingu, sem tíðkaðist þá, og þar var ætlast til þess að hún myndi einfaldlega látið eins og ekkert hefði í skorist.

Marjorie átti eftir að eignast tvær dætur. Önnur þeirra, Angela Rigby, horfði á þátt BBC North West Tonight fyrr á þessu ári, en þar var fjallað um svipað mál, þar sem Lilian Thorpe, sem er 86 ára, fann grafreit andvana sonar síns eftir 61 ár. Í kjölfarið fór dóttirin í rannsóknarvinnu til að komast að því hvar systir sín væri grafin. Í ljós kom að hún hafði verið jörðuð í Stockport-kirkjugarðinum

„Við komumst að því að litla systir okkar hefði verið jörðuð í lítilli líkkistu ásamt fimm öðrum börnum í ómerktri gröf,“ segir Angela, sem bætir við að hún hafi farið ásamt móður sinni að gröfunni með blómvönd.

„Að sjá svipinn á mömmu var þess virði. Það var magnað,“ segir Angela. Marjorie sagðist finna fyrir innri frið. „Það er mikill léttir að komast að því hvar hún er og að hún hafi verið sett í kistu með öðrum börnum.“