Hættustigi var lýst yfir á Seyðisfirði í gær vegna hættu á skriðuföllum og voru ákveðin svæði í bænum rýmd. Rýmingu var lokið klukkan sjö í gærkvöldi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi voru 46 heimili rýmd og hundrað manns var gert að yfirgefa heimili sín.

Fjöldahjálparstöðin í Herðubreið verður opin eins og þörf þykir og búist var við um fimmtíu manns í kvöldmat þar í gær. Staða rýmingar verður endurmetin í dag en búist er við hægt kólnandi veðri á miðvikudag og á fimmtudag verður aftur komið frost til fjalla. Rýmingin var gerð í varúðarskyni þar sem óvissa ríkir um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember 2020 og það hvernig jarðlög bregðast við ákafri úrkomu. Spáð er að uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði geti jafnvel orðið yfir 60 millimetrar sem leggst við 70 millimetra úrkomu.