Erlent

„Hún sá fegurðina í öllu“

Kærasti Kims Wall var sá sem tilkynnti um hvarf hennar, þann 11. ágúst 2017. Þau hugðust flytja til Peking á næstu vikum, og höfðu boðið vinum og vandamönnum í kveðjupartý kvöldið örlagaríka.

Sænska blaðakonan Kim Wall.

Hún var ótrúlega metnaðarfullur blaðamaður, forvitin og hafði gaman að lífinu. [...] Hún sá fegurðina í öllu,“ sagði kærasti Kims Wall í réttarhöldunum yfir Peter Madsen í dag. 

Kærasti Wall, Ole, var sá sem tilkynnti um hvarf hennar kvöldið örlagaríka. Hann vissi að hún hugðist fara um borð í kafbát Madsens en bjóst við henni í kringum kvöldmatarleyti, enda höfðu þau boðið vinum og vandamönnum til veislu umrætt kvöld. 

Þetta kvöld ætluðu þau að kveðja vini sína áður en þau færu af landi brott, en þau höfðu ákveðið að flytja til Peking um tíma þar sem Wall hugðist taka viðtöl og skrifa bók. 

Bauð kærastanum með

Wall og Madsen töluðust fyrst við í mars 2017 þegar Wall óskaði eftir viðtali við hann. Þau heyrðust hins vegar ekki aftur fyrr en 10. ágúst, þegar hann bauð henni með skömmum fyrirvara um borð í bátinn. Hún ákvað að grípa tækifærið og bauð kærasta sínum að koma með. Hann ákvað að vera heima því þau áttu von á gestum um kvöldið. 

Ole greindi frá því fyrir dómi að Wall hafi verið nokkuð stressuð áður en hún fór um borð, því henni hafi þótt tilhugsunin um að vera neðansjávar óþægileg. Þá hafi henni þótt Madsen sérstakur maður. 

Wall sendi kærasta sínum fjögur smáskilaboð eftir að hún fór um borð í kafbátinn:

„Ég er enn á lífi, bara svo þú vitir það:“ 

„Við erum á leiðinni niður núna.“

„Ég elska þig!!!“ 

„Hann keypti kaffi og kökur.“

Síðustu skilaboðin bárust klukkan 20.16. Ole sagðist hafa orðið nokkuð óþreyjufullur eftir því sem tíminn leið. „Ég var orðinn stressaður eftir tvo til þrjá tíma. Ég hringdi svo á Neyðarlínuna klukkan rúmlega tvö um nóttina. Þá gat ég þetta ekki lengur,“ sagði Ole fyrir dómi. 

Söknuðurinn algjör

Ole og Wall kynntust fyrir um einu og hálfu ári, og voru í sambandi í ellefu mánuði. Ole hefur ekki viljað láta nafni síns getið, og er fullt nafn hans hvergi nefnt í dönskum fjölmiðlum. Hann talaði afar fallega um kærustu sína í réttarhöldunum í dag og sagði söknuðinn algjöran. 

„Hún vildi ferðast, uppgötva nýja hluti og deila þeim með öðrum,“ sagði hann. „Öll mín framtíðaráform innihéldu Kim. En núna veit ég ekki einu sinni hvort ég geti haldið áfram í skóla. Þetta hefur haft áhrif á allt.“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Wall líklega á lífi þegar hún var stungin

Erlent

Gjörbreytti framburði sínum – í þriðja sinn

Erlent

Reiðum Madsen tíð­rætt um kvik­myndina Se­ven

Auglýsing

Nýjast

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Auglýsing