Sig­ríður Á. Ander­sen mun til­kynna ríkis­stjórninni um á­kvörðun sína um afsögn sem dóms­mála­ráð­herra á ríkis­stjórnar­fundi í stjórnar­ráðinu kl 16. Hún til­kynnti engum um á­kvörðun sína nema Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­sætðis­flokksins, fyrir blaða­manna­fund sinn í dóms­mála­ráðu­neytinu í dag. 

„Hún les bara um þetta í blöðunum,“ sagði Sig­ríður, að­spurð hvort hún hefði ekki til­kynnt Katrínu um á­kvörðun sína fyrir fundinn. Á­kvörðunin hafi hins vegar verið tekin í sam­ráði við Bjarna Bene­dikts­son. 

„Þetta er mín al­gjör­lega á­kvörðun og ég vil skapa þennan frið,“ svaraði hún, að­spurð um hvort flokkurinn hafi beitt hana ein­hverjum þrýstingi.