Hægt er að horfa á Fréttavaktina í spilaranum hér að ofan

Raunhæft er að endurreisa WOW air segir flugrekstrarstjóri sem starfar fyrir félagið sem hefur nú sótt um flugrekstrarleyfi á ný. Ögmundur Gíslason, flugrekstrarfræðingur sem vann með Wow air frá 2013 allt til loka 2019 segir það fullan ásetning umað endurreisa WOW air sem er í mestum hluta eigu bandaríkjakonunnar Michele Ballarin, sem hann segir skemmtilega og áhugaverða manneskju.

Netflixþættirnir Katla úr Smiðju Baltasars Kormáks njóta mikilla vinsælda um allan heim. Kvikmyndafræðingar segja að hin hæga framvinda þáttanna gangi upp og hvetji fólk til að horfa til enda. Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndafræðingur og Þórarinn Þórarinsson kvikmyndagagnrýnandi fara yfir þessa tímamótaþáttaröð frá íslenskum kvikmyndamönnum.

Gert er ráð fyrir frekar hlýjum komandi júlímánuði og enn hlýrri seinni hluta hans, sér í lagi fyrir norðan. Sigurður Þ. Ragnarsson jarð-og veðurfræðingur skoðar kortin fyrir næstu vikur.

Fréttatíðindi dagsins á innlendum vettvangi eru í höndum Jóns Þórissonar ritstjóra og Ingunnar Láru Kristjánsdóttur.